Finnst þetta vera vanmetinn titill Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. mars 2023 22:30 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sport Stöðvuðu bardaga Valgerðar Sport Guðmundur miður sín eftir stórtap: „Eitt það versta sem ég hef upplifað lengi“ Handbolti Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Sport „Vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna skrifstofustarf“ Sport Tyson segist ekki berjast vegna peninganna Sport Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Sport Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Sport Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Fótbolti Aðeins einn löglegur dúkur svo Valur og FH byrja saman í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Martin gerður að fyrirliða Alba Berlin Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Boban kveður NBA og fer til Tyrklands Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet „Sem samfélag erum við að vakna“ Færir sig á milli liða á Suðurlandinu Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Sjá meira
Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sport Stöðvuðu bardaga Valgerðar Sport Guðmundur miður sín eftir stórtap: „Eitt það versta sem ég hef upplifað lengi“ Handbolti Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Sport „Vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna skrifstofustarf“ Sport Tyson segist ekki berjast vegna peninganna Sport Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Sport Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Sport Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Fótbolti Aðeins einn löglegur dúkur svo Valur og FH byrja saman í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Martin gerður að fyrirliða Alba Berlin Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Boban kveður NBA og fer til Tyrklands Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet „Sem samfélag erum við að vakna“ Færir sig á milli liða á Suðurlandinu Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Sjá meira