Körfubolti

„Ef við ætlum að bæta við og verða betri þá verðum við að fá fleiri að borðinu“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stjórn KKÍ. Guðbjörg Norðfjörð og Hannes S. Jónsson standa samab fremst.
Stjórn KKÍ. Guðbjörg Norðfjörð og Hannes S. Jónsson standa samab fremst. KKÍ

Eftir 17 ára farsælt starf hefur Hannes S. Jónsson sagt af sér sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Guðbjörg Norðfjörð er nýr formaður KKÍ og Hannes verður áfram framkvæmdastjóri.

Á ársþingi sambandsins sem fram fór um liðna helgi voru samþykktar lagabreytingar þess efnis að ráðinn yrði framkvæmdastjóri sem ekki eigi sæti í stjórn sambandsins. Hannes hafði gegnt stöðu formanns og framkvæmdastjóra í níu ár.

Guðbjörg Norðfjörð, sem hefur verið varaformaður, tekur við af Hannesi sem formaður á meðan hann verður áfram framkvæmdastjóri.

„Við höfum starfað svona áður þannig milli okkar verður ekkert nýtt. Auðvitað samt, með nýjum aðilum í embætti þarf ákveðnar verkreglur sem við að sjálfsögðum fylgjum eftir. Við treystum hvort öðru mjög vel,“ sagði Guðbjörg um starf sitt og Hannesar.

„Við eigum alveg okkar ágreininga, erum ekkert alltaf sammaála. Sem ég tel vera gott því ef við ætlum að komast áfram, ef við ætlum að bæta við og verða betri þá verðum við að fá fleiri að borðinu. Við verðum að fá mismunandi sýn og ég er mjög spennt að vinna með þessari með stjórn.“

„Koma þrír nýir inn, hver með nýja sýn að borðinu og það verður ótrúlega spennandi og skemmtilegt að vinna áfram með þessari stjórn sem er. Þetta gerist aldrei hjá einum eða tveimur aðilum þegar er verið að vinna svona vinnu. Við erum í hópíþrótt og kunnum að vera í hópíþrótt sem erum þarna og ég er ótrúlega spennt fyrir næstu tveimur árum,“ sagði Guðbjörg að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×