Handbolti

Gummersbach hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach.
Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach. Twitter@vfl_gummersbach

Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann sterkan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Rúnar Sigtryggsson og lærisveina hans í Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-34.

Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik voru það heimamenn í Leipzig sem leiddu með tveimur mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 17-15.

Gestirnir voru þó ekki mjög lengi að snúa taflinu sér í vil í síðari hálfleik og unnu að lokum góðan fjögurra marka sigur, 30-34. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach, en Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað. Viggó Kristjánsson lék ekki með Leipzig vegna meiðsla.

Þá skoraði Arnar Freyr Arnarsson eitt mark fyrir MT Melsungen sem vann þriggja marka sigur gegn Stuttgart, 23-26, en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað fyrir Rhein-Neckar Löwen sem mátti þola þriggja marka tap gegn Lemgo, 33-30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×