„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2023 21:52 Mate Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Diego „Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni. „Það skiptir engu máli hvort liðið við fáum. Þau eru bæði helvíti góð. Menn vilja samt spara sér bensínpeninginn og sleppa því að fara á Krókinn. “ Um leið og Máté lætur þessi orð falla klárast leikur Keflavíkur og Njarðvíkur og ljóst er að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni. Hvernig líst Máté á að fá Þór Þorlákshöfn? „Það er bara staðfest að við séum í þriðja sæti. Þeir eru mjög heitir en hins vegar töpuðu þeir fyrir okkur með tíu stigum á heimavelli. Ég er mjög spenntur að mæta heitum Þórsurum. Þeir eru með sérstakt lið. Þeir eru með Ameríkana sem gerir mjög mikið. Við erum með hörku varnarmenn þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. “ Þegar Máté er spurður um leikinn hér í kvöld er ljóst að honum er mjög létt. „Ég er bara ánægður að þetta sé búið. Þessir tveir síðustu leikir hafa í raun verið svolítið steiktir. Mér finnst mannskapurinn einhvern veginn einbeittari að því að halda sér heilum, meiðast ekki og bíða eftir úrslitakeppninni í staðinn fyrir að gera hlutina almennilega. Bæði hér og í Grindavík.“ Frammistaða Hauka í vetur kemur eftilvill mörgum á óvart, nýliðarnir lenda í þriðja sæti. Var þetta eitthvað sem þjálfarinn sá fyrir. „Við endum í þriðja sæti. Þetta er under promised og over delivered. Við sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu.“ Breki Gylfason var ekkert með Haukum í dag. Hver er staðan á honum og hópnum svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Staðan á hópnum er bara góð. Breki sat úti í dag svo hann verður 110 prósent í næstu viku. Aðrir eru vonandi að toppa á réttum tíma.“ Subway-deild karla Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
„Það skiptir engu máli hvort liðið við fáum. Þau eru bæði helvíti góð. Menn vilja samt spara sér bensínpeninginn og sleppa því að fara á Krókinn. “ Um leið og Máté lætur þessi orð falla klárast leikur Keflavíkur og Njarðvíkur og ljóst er að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni. Hvernig líst Máté á að fá Þór Þorlákshöfn? „Það er bara staðfest að við séum í þriðja sæti. Þeir eru mjög heitir en hins vegar töpuðu þeir fyrir okkur með tíu stigum á heimavelli. Ég er mjög spenntur að mæta heitum Þórsurum. Þeir eru með sérstakt lið. Þeir eru með Ameríkana sem gerir mjög mikið. Við erum með hörku varnarmenn þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. “ Þegar Máté er spurður um leikinn hér í kvöld er ljóst að honum er mjög létt. „Ég er bara ánægður að þetta sé búið. Þessir tveir síðustu leikir hafa í raun verið svolítið steiktir. Mér finnst mannskapurinn einhvern veginn einbeittari að því að halda sér heilum, meiðast ekki og bíða eftir úrslitakeppninni í staðinn fyrir að gera hlutina almennilega. Bæði hér og í Grindavík.“ Frammistaða Hauka í vetur kemur eftilvill mörgum á óvart, nýliðarnir lenda í þriðja sæti. Var þetta eitthvað sem þjálfarinn sá fyrir. „Við endum í þriðja sæti. Þetta er under promised og over delivered. Við sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu.“ Breki Gylfason var ekkert með Haukum í dag. Hver er staðan á honum og hópnum svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Staðan á hópnum er bara góð. Breki sat úti í dag svo hann verður 110 prósent í næstu viku. Aðrir eru vonandi að toppa á réttum tíma.“
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48