Körfubolti

„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mate Dalmay, þjálfari Hauka.
Mate Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Diego

„Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni.

„Það skiptir engu máli hvort liðið við fáum. Þau eru bæði helvíti góð. Menn vilja samt spara sér bensínpeninginn og sleppa því að fara á Krókinn. “ Um leið og Máté lætur þessi orð falla klárast leikur Keflavíkur og Njarðvíkur og ljóst er að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni.

Hvernig líst Máté á að fá Þór Þorlákshöfn?

„Það er bara staðfest að við séum í þriðja sæti. Þeir eru mjög heitir en hins vegar töpuðu þeir fyrir okkur með tíu stigum á heimavelli. Ég er mjög spenntur að mæta heitum Þórsurum. Þeir eru með sérstakt lið. Þeir eru með Ameríkana sem gerir mjög mikið. Við erum með hörku varnarmenn þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. “

Þegar Máté er spurður um leikinn hér í kvöld er ljóst að honum er mjög létt.

„Ég er bara ánægður að þetta sé búið. Þessir tveir síðustu leikir hafa í raun verið svolítið steiktir. Mér finnst mannskapurinn einhvern veginn einbeittari að því að halda sér heilum, meiðast ekki og bíða eftir úrslitakeppninni í staðinn fyrir að gera hlutina almennilega. Bæði hér og í Grindavík.“

Frammistaða Hauka í vetur kemur eftilvill mörgum á óvart, nýliðarnir lenda í þriðja sæti. Var þetta eitthvað sem þjálfarinn sá fyrir.

„Við endum í þriðja sæti. Þetta er under promised og over delivered. Við sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu.“

Breki Gylfason var ekkert með Haukum í dag. Hver er staðan á honum og hópnum svona rétt fyrir úrslitakeppnina?

„Staðan á hópnum er bara góð. Breki sat úti í dag svo hann verður 110 prósent í næstu viku. Aðrir eru vonandi að toppa á réttum tíma.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.