Fleiri fréttir

Loksins vann Lyngby sinn fyrsta leik á tímabilinu

Íslendingalið Lyngby vann loksins sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið heimsótti Stefán Teit Þórðarson og félaga hans í Silkeborg. Lokatölur 0-2 og fyrsti sigur Lyngby loksins kominn í hús.

Liver­pool vann síðasta leikinn fyrir HM pásuna

Liverpool lagði Southampton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Um er að ræða síðasta leik liðanna áður en deildin tekur sér pásu þangað til rétt fyrir jól vegna HM í Katar.

Öruggt hjá Fram á Akur­eyri

Fram gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild kvenna og vann ellefu marka sigur á KA/Þór, lokatölur 24-35.

Napoli jók for­ystuna á toppnum

Napoli er komið með 11 stiga forystu á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Liðið virtist ætla að vinna stórsigur á Udinese í dag en gestirnir rönkuðu við sér undir lokin og gerðu leikinn æsispennandi, lokatölur 3-2.

Umfjöllun: ÍBV - Grótta 34-31 | Rúnar dró vagninn gegn Seltyrningum

Eyjamenn tóku á móti Gróttu í níundu umferð Olís deildar karla en Eyjamenn höfðu fyrir leik tapað tveimur deildarleikjum í röð og unnu síðast í deildinni fyrir meira en mánuði síðan. Leikurinn í dag var leikinn af krafti og endaði með þriggja marka sigri ÍBV, 34-31.

Ála­borg marði Ribe-Esb­jerg án Arons

Íslendingaliðin Álaborg og Ribe-Esbjerg mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Heimamenn voru án Arons Pálmarsson en það kom ekki að sök þar sem þeir unnu eins marks sigur, 29-28.

Maðurinn sem Sout­hgate skildi eftir sökkti Man City

Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri.

Magnaður Magnus­sen kom Haas á rá­spól

Kevin Magnussen, ökumaður Haas, í Formúlu 1 kom öllum á óvart í dag er hann náði besta tímanum í tímatöku fyrir kappakstur morgundagsins sem fer fram í Sao Paulo í Brasilíu.

Barcelona skoðar tví­eyki Villareal

Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, virðist ætla að bæta við sig miðvörðum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. 

Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyl­dýpið

Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets.

Birgir aftur í KA eftir að Valur í­hugaði að fá hann

Bakvörðurinn Birgir Baldvinsson mun spila með KA í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar en það virtist nær frágengið að hann myndi enda í Val. Hinn 21 árs gamli Birgir hefur leikið með Leikni Reykjavík á láni undanfarin þrjú tímabil en ávallt verið samningsbundinn uppeldisfélagi sínu KA.

Maguire má yfir­gefa Man United

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum breska fjölmiðilsins The Guardian mun Manchester United reyna að selja Harry Maguire næsta sumarið. Félagið keypti hann dýrum dómum sumarið 2019 en hann er ekki í plönum Erik ten Hag sem stendur.

„Hún er ekki komin inn í þetta enn­þá og er heillum horfin“

„Við getum ekkert dæmt, hún er búin að vera rúmlega viku hjá liðinu. Hún á eftir að venjast liðinu og liðið á eftir að venjast henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds um Isabellu Ósk Sigurðardóttur í leik Njarðvíkur og Grindavíkur í síðustu umferð Subway deild kvenna.

Mynda­syrpa frá tapinu súra gegn Georgíu

Ísland mátti þola einkar súrt tap gegn Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta. Leikið var í Laugardalshöll og var stemningin í stúkunni gríðarleg.

„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld.

„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“

Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn.

Lands­liðs­þjálfari kvenna ösku­illur eftir tap Ís­lands

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks.

Gladbach í Evrópu­bar­áttu eftir sigur á Dort­mund

Borussia Mönchengladbach vann 4-2 sigur á Borussia Dortmund í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni. Sigur kvöldsins þýðir að Gladbach er komið í Evrópubaráttuna en toppbaráttan í Þýskalandi er æsispennandi.

Flautu­mark tryggði Rúmeníu sigur

Rúmenía vann Spán með minnsta mun í milliriðli Evrópumóts kvenna í handbolta. Sigurmarkið kom í þann mund sem lokaflautið gall. Fyrr í dag vann Þýskaland sannfærðan sigur á Hollandi.

Stóru spurningarnar: Verða Ernirnir full­komnir?

Hinn stórskemmtilegi liður „Stóru spurningarnar“ voru á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni en þar er fjallað um NFL deildina í öllu sínu veldi. Geta Philadelphia Eagles farið taplausir í gegnum tímabilið? Það er aðeins ein af stóru spurningunum sem Andri Ólafs spurði sérfræðinga sína að í síðasta þætti.

Enginn Klopp á hliðar­línunni gegn Sout­hampton

Fyrsta verkefni Nathan Jones sem þjálfara Southampton verður talsvert auðveldara þar sem það verður enginn Jürgen Klopp geltandi á hann þegar Liverpool tekur á móti Dýrlingunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Andri Adolp­hs­son í Stjörnuna

Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands.

EddezeNNN sýndi Þór í tvo heimana

Lengi hafði verið beðið eftir því að Þór og Dusty myndu etja kappi í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO en liðin mættust í Dust 2 kortinu í gærkvöldi.

„Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum“

Það er skemmtilegt að vera leikmaður Minnesota Vikings í NFL-deildinni og liðið er líka farið að bjóða upp á frumleg liðsfögn í leikjum sínum. „You like that!!“ frasi leikstjórnandans er á miklu flugi þessa dagana.

Perry tekur við kvennaliði KR

KR hefur samið við Perry Mclachlan um að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í KR en liðið spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. KR segir frá þessu á heimasíðu sinni.

KR dæmt til að greiða Kristófer nokkrum tímum fyrir landsleikinn mikilvæga

Kristófer Acox leikur í kvöld afar mikilvægan leik með íslenska landsliðinu í körfubolta þar sem sigur gæfi Íslandi mikla von um að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. Hann er þó þegar búinn að vinna einn sigur í dag, í Landsrétti, og fær hærri upphæð en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir