Handbolti

Ála­borg marði Ribe-Esb­jerg án Arons

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Pálmarsson lék ekki með Álaborg í dag en liðinu tókst samt að næla í stigin tvö.
Aron Pálmarsson lék ekki með Álaborg í dag en liðinu tókst samt að næla í stigin tvö. Aalborghaandbold.dk

Íslendingaliðin Álaborg og Ribe-Esbjerg mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Heimamenn voru án Arons Pálmarsson en það kom ekki að sök þar sem þeir unnu eins marks sigur, 29-28.

Sigur dagsins eykur forystu Álaborgar á toppi deildarinnar um tvö stig en GOG, sem á leik til góða, er með þremur stigum minna í öðru sætinu. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Ágúst Elí Björgvinsson varði sjö skot í liði Ribe-Esbjerg á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk. Ribe-Esbjerg er í 6. sæti deildarinnar eftir leik dagsins.

Fredericia, lið Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara, vann þriggja marka sigur á Kolding. Lokatölur 28-25 þar sem Einar Ólafsson skoraði eitt mark. Liðið er sæti neðar en Ribe-Esbjerg eða í 7. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×