„Hún er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 07:00 Isabella Ósk í grænni treyju Breiðabliks en hún spilar nú í grænni treyju Njarðvíkur. Vísir/Diego „Við getum ekkert dæmt, hún er búin að vera rúmlega viku hjá liðinu. Hún á eftir að venjast liðinu og liðið á eftir að venjast henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds um Isabellu Ósk Sigurðardóttur í leik Njarðvíkur og Grindavíkur í síðustu umferð Subway deild kvenna. Isabella Ósk kom öllum á óvart þegar hún samdi við Íslandsmeistara Njarðvíkur á dögunum. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar í Subway deild kvenna það sem af er leiktíð og höfðu tapað þremur leikjum í röð áður en liðið marði Grindavík. Það var annar leikur Isabellu og sérfræðingar Körfuboltakvölds kvenna voru ekki alveg sammála að það væri rétt að gefa henni byrjunarliðssæti eftir að hafa varla æft með liðinu. „Rúnar Ingi [Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] þarf að breyta um leikstíl ef hann ætlar að vera með þessa tvo leikmenn og það á eftir að taka tíma ef það á að virka. Hún [Isabella Ósk] er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin, mjög ólík sjálfri sér en við hverju býstu? Hún er bara nýkomin. Hefur verið í Breiðablik allt sitt líf og er þar búin að vera drottningin, kemur svo í þetta lið sem er Íslandsmeistarar með þrjár. Sérstaklega Raquel [De Lima Viegas Laneiro] og [Aliyah A'taeya] Collier,“ sagði Ólöf Helga einnig. Pálína Gunnlaugsdóttir spurði svo Ólöfu Helgu og Hörð Unnsteinsson, þáttastjórnanda, út í þá staðreynd að Isabella Ósk væri búin að vera viku í Njarðvík og þegar búin að hirða byrjunarliðssæti af leikmanni sem var hluti af Íslandsmeistaraliði á síðustu leiktíð. „Ég skil að það þurfi að spila Isabellu Ósk í gang og koma henni inn í leikinn en það er alveg hægt að gera það sem sjötti maður. Mér finnst það of mikill kostnaður,“ sagði Pálína. „Þetta getur haft áhrif á liðið fyrir. Svo hugsaði ég líka, fleiri lið voru að bjóða í hana en Njarðvík. Þetta er eins og Kani, ef þú færð þér nýjan Kana þá kemur hann alltaf beint inn í byrjunarliðið,“ bætti Ólöf Helga við. Allt innslagið úr síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds kvenna má sjá hér að neðan en þar eru einnig klippur úr naumum sigri Njarðvíkur á Grindavík í síðustu leik. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Isabellu Ósk og Njarðvík Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Sjá meira
Isabella Ósk kom öllum á óvart þegar hún samdi við Íslandsmeistara Njarðvíkur á dögunum. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar í Subway deild kvenna það sem af er leiktíð og höfðu tapað þremur leikjum í röð áður en liðið marði Grindavík. Það var annar leikur Isabellu og sérfræðingar Körfuboltakvölds kvenna voru ekki alveg sammála að það væri rétt að gefa henni byrjunarliðssæti eftir að hafa varla æft með liðinu. „Rúnar Ingi [Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] þarf að breyta um leikstíl ef hann ætlar að vera með þessa tvo leikmenn og það á eftir að taka tíma ef það á að virka. Hún [Isabella Ósk] er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin, mjög ólík sjálfri sér en við hverju býstu? Hún er bara nýkomin. Hefur verið í Breiðablik allt sitt líf og er þar búin að vera drottningin, kemur svo í þetta lið sem er Íslandsmeistarar með þrjár. Sérstaklega Raquel [De Lima Viegas Laneiro] og [Aliyah A'taeya] Collier,“ sagði Ólöf Helga einnig. Pálína Gunnlaugsdóttir spurði svo Ólöfu Helgu og Hörð Unnsteinsson, þáttastjórnanda, út í þá staðreynd að Isabella Ósk væri búin að vera viku í Njarðvík og þegar búin að hirða byrjunarliðssæti af leikmanni sem var hluti af Íslandsmeistaraliði á síðustu leiktíð. „Ég skil að það þurfi að spila Isabellu Ósk í gang og koma henni inn í leikinn en það er alveg hægt að gera það sem sjötti maður. Mér finnst það of mikill kostnaður,“ sagði Pálína. „Þetta getur haft áhrif á liðið fyrir. Svo hugsaði ég líka, fleiri lið voru að bjóða í hana en Njarðvík. Þetta er eins og Kani, ef þú færð þér nýjan Kana þá kemur hann alltaf beint inn í byrjunarliðið,“ bætti Ólöf Helga við. Allt innslagið úr síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds kvenna má sjá hér að neðan en þar eru einnig klippur úr naumum sigri Njarðvíkur á Grindavík í síðustu leik. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Isabellu Ósk og Njarðvík
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Sjá meira