Fleiri fréttir

Sautján ára nýliði í landsliðinu

Tveir nýliðar á táningsaldri eru í hópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem mætir Ísrael í tveimur leikjum í forkeppni fyrir HM í næsta mánuði.

Utan vallar: Lið í hlekkjum hugarfarsins

Klárum þetta augljósa fyrst. Stéphanie Frappart dómari óð í villu og svíma í umspilsleik Portúgals og Íslands á þriðjudaginn og kom sér vel fyrir á listanum yfir óvini íslenska ríkisins. En galin frammistaða hennar tók líka athyglina frá slakri spilamennsku Íslands meðan enn var jafnt í liðum. Og spilamennska sem er þessi er ekki einsdæmi hjá íslenska liðinu.

Philip Jalalpoor í gin ljónsins eftir bara einn leik

Íraninn Philip Jalalpoor hefur spilað sinn fyrsta og síðasta leik fyrir Njarðvík í Subway deild karla í körfubolta. Jalalpoor var ekki með Njarðvíkurliðinu í sigri á nýliðum Hattar á Egilsstöðum í gærkvöldi.

Kara Saunders lætur CrossFit samtökin heyra það

Ástralar eru stórveldi í CrossFit íþróttinni enda eiga þeir sexfaldan heimsmeistara í kvennaflokki, Tia-Clair Toomey-Orr. Ein af bestu CrossFit konunum í sögu þessa heimshluta er mjög ósátt með hlutskipti Ástralíu í nýrri undankeppni fyrir heimsleikana.

Vilja að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi

Réttarhöld gegn brasilíska fótboltamanninum Neymar hefjast í næstu viku en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og spillingu vegna félagsskipta hans frá Santos til Barcelona árið 2013.

Alexander-Arn­old fór sömu leið og Ari Freyr

Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool.

Verið stuðnings­maður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag

„Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld.

Skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki

„Þeir höfðu engu að tapa“, sagði Dominykas Milka eftir sigur Keflvíkinga á Stjörnunni fyrr í kvöld. Leikið var í Ásgarði, Garðabæ en lokatölur voru 86-92. Milka var spurður að því hvað hafi gerst í lok leiks en Keflvíkingar voru komnir 15 stigum yfir þegar stutt var eftir og ekkert sem benti til þess að Stjörnumenn ættu séns.

„Eins og tengda­móðir mín segir: Sportið er grimmt“

Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum.

Roma í vandræðum | Öll lið F-riðils jöfn að stigum

Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United unnu nauma sigra, lærisveinar José Mourinho í Roma eru í basli og öll lið F-riðils eru með fimm stig að loknum fjórum leikjum.

Stór­leikur Golla dugði ekki gegn Svíum

Johannes Golla, leikmaður Flensburg, átti sannkallaðan stórleik fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta í kvöld. Því miður dugði það ekki til sigurs gegn Svíþjóð er þjóðirnar mættust í Evrópubikar EHF, lokatölur 37-33 Svíum í vil.

„Fyrst og fremst er ég rosa­lega spenntur“

„Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

Bein út­sending: Þrír leikir í Ljós­leiðara­deildinni

Þrír leikir eru á dagskrá þegar 6. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike:Global Offensive hefst í kvöld. Í fyrsta leik mætast Þór og Viðstaða, í öðrum leik mætast Dusty og Fylkir á meðan Ármann og NÚ mætast í þriðja og síðasta leik kvöldsins.

Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi

Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna.

Birkir á­fram á Hlíðar­enda

Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Bestu deildarlið Vals. Samningurinn gildir til þriggja ára. Valur greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri

Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri.

Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands

Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn.

Skoraði sjálfsmark frá miðju

Það er aldrei gaman að skora í eigið mark en flestir eiga það nú ekki á hættu að gera slíkt þegar þeir eru staddir á miðju vallarins. Það ótrúlega gerðist hins vegar í leik í ástralska fótboltanum að leikmaður skoraði sjálfsmark fyrir aftan miðju.

Sjá næstu 50 fréttir