Fleiri fréttir

Andrea og Arnar unnu Lauga­vegs­hlaupið

Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum.

Lewandowski kveður liðsfélaga sína hjá Bayern

Robert Lewandowski, pólski framherji Bayern München, hefur kvatt liðsfélaga sína áður en hann flýgur til Miami þar sem hann mun hitta nýju liðsfélaga sína hjá Barcelona og gangast undir læknisskoðun hjá félaginu.

Áfrýjun Rússlands hafnað

CAS, Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn í Sviss, hefur hafnað áfrýjunarkröfu frá fjórum rússneskum félagsliðum vegna þátttökubanns UEFA sem meinar liðunum frá því að taka þátt í Evrópukeppnum á næsta leiktímabili. Rússnesku landsliðin mega heldur ekki leika í alþjóðlegum keppnum.

Búast við nýju móts­meti á Lauga­veginum

Skipuleggjendur Laugavegshlaupsins búast við því að fyrsti hlaupari í mark muni bæta mótsmetið. Til þess þarf að hlaupa 55 kílómetra á minna en þremur klukkustundum og 59 mínútum

Segir að það geti verið tvíeggja sverð

Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segir að það gæti verið bæði gott og slæmt að Frakkarnir séu búnir að tryggja sér sigur í riðlinum áður en kemur að leiknum við Ísland.

„Við erum í bílstjórasætinu“

Þorsteinn Halldórsson er enn taplaus sem þjálfari á stórmótum eftir jafntefli í tveimur fyrstu leikjum Íslands á Evrópumótinu í Englandi.

Live at the Range: Kylfingar í beinni á Opna breska

Í fyrsta skipti verður hægt að fylgjast með kylfingum undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. Þættirnir Live at the Range munu fylgjast með undirbúningi helstu kylfinga strax frá mánudegi og í raun þangað til mótinu lýkur.

Chelsea staðfestir komu Koulibaly

Senegalski miðvörðurinn Kalidou Koulibaly er formlega orðinn leikmaður Chelsea eftir að félagið tilkynnti um komu leikmannsins frá Napoli fyrr í morgun.

„Við bjuggumst aldrei við þessu“

Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við Brynju Scheving, móðir Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, á stuðningsmannsvæði Íslands í Englandi. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.

Stjarnan semur við Adama Darboe

„Það verða ekki bara danskir dagar í Hagkaup næsta vetur,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar sem hefur öflugan liðsstyrk fyrir næsta tímabil frá KR-ingum í Dananum Adama Darboe.

Dagskráin: Besta-deildin og stórmót í golfi

Það eru fimm þráðbeinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í allan dag. Þrjú stórmót í golfi og stórleikur í Bestu-deild karla er eitthvað sem enginn íþrótta unandi ætti að missa af.

Smith leiðir Opna breska eftir dag tvö

Ástralinn Cameron Smith er í fyrsta sæti á Opna breska mótinu í golfi eftir annan hring mótsins. Mótið stendur yfir frá 14. til 17. júlí.

Mömmunum fjölgar í íslenska liðinu

Mömmurnar í íslenska landsliðinu hér á EM í Englandi eru núna orðnar sex en þeim fjölgaði um eina þegar Íris Dögg Gunnarsdóttir kom inn í íslenska hópinn vegna meiðsla Telmu Ívarsdóttur markvarðar.

Noregur úr leik á EM

Austurríki fer áfram í 8-liða úrslit á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Noregi. Þær norsku eru næst sigursælasta lið Evrópumótsins á eftir Þýskalandi en komast ekki upp úr riðli sínum, annað Evrópumótið í röð.

Lukaku: Mistök að fara til Chelsea

Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, segir það hafa verið mistök að yfirgefa Inter til að ganga til liðs við Chelsea síðasta sumar.

Ís­land tapaði gegn Slóveníu í víta­keppni

Íslenska U-20 ára landslið karla í handbolta tapaði fyrir Slóvenum á Evrópumóti 20 ára landsliða í handbolta rétt í þessu, 37-35. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni.

Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt.

Willum skrifar undir í Hollandi

Knattspyrnumaðurinn Willum Þór Willumsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Go Ahead Eagles.

Mis­munandi á­herslur daginn eftir leik: Mynda­syrpa

Það er mismunandi hvað leikmenn gera daginn eftir leik. Á æfingu íslenska landsliðsins í dag má sjá þær sem spiluðu leik Íslands og Ítalíu í gær taka því rólega með léttu skokki og smá lyftingum. Þær sem minna eða ekkert spiluðu taka hins vegar alvöru æfingu.

Eriksen orðinn leikmaður Man United

Það er ekki nóg með að Manchester United raði inn mörkum í æfingaleikjum heldur er félagið líka byrjað að sækja leikmenn. Rétt í þessu var staðfest að Christian Eriksen væri genginn í raðir félagsins.

Raphinha genginn í raðir Barcelona

Þrátt fyrir að því virðist að eiga engan pening heldur spænska knattspyrnuliðið Barcelona áfram að festa kaup á nýjum leikmönnum. Nýjasta viðbótin er brasilíski vængmaðurinn Raphinha. 

Wiegman með kórónuveiruna og missir af leiknum gegn Norður-Írum

Kórónuveiran heldur áfram að leika íþróttalífið grátt, en Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, greindist með veiruna í dag. Hún verður því ekki á hliðarlínunni er liðið mætir Norður-Írlandi í lokaleik liðsins í riðlakeppni EM.

Bann FIFA og UEFA á rúss­nesk fé­lags- og lands­lið stendur

Rússneska knattspyrnusambandinu tókst ekki að sannfæra Alþjóða íþróttadómstólinn um að hnekkja ákvörðun Alþjóða- og knattspyrnusambands Evrópu um að banna rússnesk félags- og landslið frá keppnum sínum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Live at the Range: Kylfingar í beinni á Opna breska

Í fyrsta skipti verður hægt að fylgjast með kylfingum undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. Þættirnir Live at the Range munu fylgjast með undirbúningi helstu kylfinga strax frá mánudegi og í raun þangað til mótinu lýkur.

Sjá næstu 50 fréttir