Fleiri fréttir

Fjögur möguleg skipti fyrir Durant sem Brooklyn Nets gæti samþykkt

Það verður frekar erfitt að átta sig á landslaginu í NBA-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð fyrr en við vitum hvar hinn frábæri Kevin Durant muni spila. Kappinn hefur beðið um að komast frá Brooklyn Nets þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum.

Sú besta meiddist á æfingu

Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims um þessar mundir, meiddist á landsliðsæfingu Spánar aðeins degi áður en Evrópumótið í Englandi hefst.

Telja sigur­líkur Ís­lands vera tæp þrjú prósent

Tölfræðivefurinn Opta mun halda utan um alla tölfræði Evrópumóts kvenna í fótbolta sem hefst á morgun með leik Englands og Austurríkis. Þá er vefurinn búinn að taka saman sigurlíkur hverrar þjóðar fyrir sig en Ísland er í 9. sæti af þeim sextán þjóðum sem taka þátt.

Mala­cia mættur til Manchester

Manchester United hefur staðfest komu vinstri bakvarðarins Tyrell Malacia. Hann eru fyrstu kaup félagsins síðan landi hans Erik ten Hag tók við þjálfun Man United.

Hestur Kára einn sá elsti sem hefur keppt á Landsmóti

„Mér þykir mjög vænt um þennan hest en var hræddur um að hann hefði ekki nægan kraft. Guði sé lof að ég hafði rangt fyrir mér. Ég var mjög stressaður,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og hrossaræktandi, eftir óvenjulega sýningu Stakks frá Halldórsstöðum, hests í hans eigu, og knapa hans Sigurbjörns Bárðarsonar í sérstakri forkeppni í A-flokki á Landsmóti hestamanna á Hellu í gær.

Örn Steinsen er látinn

Örn Steinsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri KR, er látinn, 82 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. júlí síðastliðinn.

Búið að sparka Pochettino frá París

Mauricio Pochettino hefur verið rekinn sem þjálfari Frakklandsmeistara París Saint-Germain. Argentínumaðurinn, sem lék með liðinu á sínum tíma, entist rétt rúma 18 mánuði í starfi.

Skrifaði undir nýjan samning með vinstri

Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri.

Conte að fá enn einn leikmanninn til Tottenham

Varnarmaðurinn Clement Lenglet er að öllum líkindum á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur á lánssamningi frá Barcelona. Lenglet verður þá fimmti leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

Umfjöllun og viðtöl: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur

FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng.

Matthías: Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum

Fyrirliði FH-inga var skiljanlega svekktur að fá á sig jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru eftir af leik liðsins á móti Stjörnunni í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og var leikurinn hluti af 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og endaði 1-1 en FH var betri aðilinn lengst af.

„Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar“

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur samið við stórlið Bayern München til ársins 2026 í þýska boltanum. Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon segir að liðið hafi lengi verið á eftir Cecilíu, sem á framtíðina fyrir sér í íslenska landsliðinu.

Börsungar fá Kessie og Christensen á frjálsri sölu

Spænska stórveldið Barcelona tilkynnti fyrr í dag að þeir Franck Kessie og Andreas Christensen væru gengnir í raðir félagsins. Báðir koma þeir á frjálsri sölu, Kessie frá AC Milan og Christensen frá Chelsea.

Nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni

Stephen Curry fetaði í fótspor föður síns og varð stjarna í NBA-deildinni í körfubolta. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að rifja upp mynd sem var tekin af þeim feðgum þegar Steph var fjögurra ára. Nú hefur Steph „endurtekið“ leikinn.

Bæði Manchester-liðin vilja Gna­bry

Serge Gnabry, framherji Bayern München og þýska landsliðsins, virðist fáanlegur fyrir rétta upphæð. Hann á ár eftir af samningi sínum í Bæjaralandi og renna bæði Manchester-liðin hýru auga til leikmannsins.

Forseti serbneska sambandsins: Vlahovic er betri en Haaland

Erling Braut Haaland og Dusan Vlahovic eru tveir ungir og mjög frambærilegir framherjar sem eru nú komnir í tvö af þekktustu fótboltafélögum heims. Frægð annars þeirra er þó mun meiri en hins. Sá lítt þekktari á sér hins vegar góðan talsmann.

CSKA mun leita réttar síns

Rússneska knattspyrnufélagið CSKA Moskva ætlar að leita réttar síns gagnvart ákvörðun FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, er varðar samningsstöðu erlendra leikmanna í Rússlandi. Arnór Sigurðsson er meðal þeirra sem hafa nýtt sér téð ákvæði.

LeBron skoðaði Drang­ey með fyrir­liða Tinda­stóls

Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni.

Sjá næstu 50 fréttir