Fleiri fréttir

Birna Valgerður heim til Keflavíkur

Birna Valgerður Benonýsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Keflavík og mun leika með liðinu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Birna kveðst spennt yfir því að koma heim.

Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli

Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út.

Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston

Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni.

Ráð­herra stoltur af af­rekum vin­kvenna sinna í Fram

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hélt að því virðist með Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handbolta. Tvær af vinkonum hennar voru í liði Fram sem hampaði á endanum titlinum.

Haukar missa tromp af hendi

Sara Odden, markahæsti leikmaður handknattleiksliðs Hauka í vetur, yfirgefur Hafnarfjarðarfélagið í sumar en hún hefur samið við þýskt félag.

Lovísa á förum: „Elska Val út af lífinu“

Lovísa Thompson lék sinn síðasta leik fyrir Val í bili þegar liðið tapaði fyrir Fram, 22-23, í úrslitum Olís-deildar kvenna í gær. Hún var svekkt að geta ekki kvatt Val með titli.

Sömu lið og mættust í úrslitum í fyrra

Liðin sem mættust í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fyrra eigast við í átta liða úrslitum keppninnar í ár. Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag.

Gummi Ben skammaði Valsmenn: „Þetta er óvirðing“

Hinn 17 ára gamli Kristján Hjörvar Sigurkarlsson upplifði stóra stund í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val í Bestu deildinni í fótbolta. Það gerði hann í treyju merktri allt öðrum leikmanni.

Stefán eftir enn einn titil Fram: Hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið

„Ég er að vísu alltaf svona brúnn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Fram kíminn er hann mætti í sett hjá Seinni bylgjunni eftir leik. Svava Kristín Grétarsdóttir, þáttastjórnandi, talaði um hvað það væri létt og bjart yfir Stefáni sem var fljótur að svara á sinn einstaka hátt áður en hann ræddi leikinn.

Telur að Heimir verði rekinn

Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Heimir Guðjónsson verði látinn taka pokann sinn sem þjálfari Vals.

Tók við liðinu á botni B-deildar og skilaði því upp í deild þeirra bestu

Nottingham Forest vann Huddersfield Town 1-0 í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar og er þar með komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir 23 ára bið. Það sem gerir afrek Forest enn merkilegra er að liðið var á botni B-deildarinnar þegar Steve Cooper tók við liðinu í september síðastliðnum.

Boston Celtics í úr­slit eftir spennu­trylli

Boston Celtics vann Miami Heat með fjögurra stiga mun í oddaleik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA. Lokatölur 96-100 í Miami og Boston Celtics því á leið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011.

Thibaut Cour­tois, Edwin van der Sar og Oli­ver Kahn

Thibaut Courtois reyndist hetja Real Madríd er liðið vann sinn fjórtánda Evróputitil um helgina. Courtois lék óaðfinnanlega og var í kjölfarið kosinn maður leiksins af UEFA sem þýðir að hann er nú kominn á einkar fámennan lista.

„Hugsaði um hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn“

„Kóngurinn er mættur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, þegar handboltamaðurinn og skemmtikrafturinn Agnar Smári Jónsson mætti ber að ofan í settið eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta síðastliðinn laugardag.

Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA

Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær.

Matthías: Hefði klárlega átt að fá víti

Matthías Vilhjámsson, fyrirliði FH, segir liðið vera stadda í brekku sem erfitt sé að vinna sig úr. Það hafi sýnt sig í kvöld að liðið skorti sjálfstraust.

Hjörtur skoraði en Pisa missti af sæti í efstu deild

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa misstu af sæti í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið gerði 3-4 tap í framlengdum leik gegn Monza í úrslitum umspilsins í kvöld. Monza vann fyrri leik liðanna 2-1 og vann sér þar með inn sæti í deild þeirra bestu.

Umfjöllun: FH - KR 2-3 | KR hafði betur í stórveldaslagnum

KR hafði betur, 3-2, þegar Vesturbæjarliðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Liðin þurftu bæði sárlega á stigum að halda í þessum leik til þess að halda í við topplið deildarinnar.

Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff

ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 0-2 | Sanngjarn sigur Keflvíkinga

Keflavík sótti mikilvæg þrjú stig þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag þar sem að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi 0-2 sigur þar sem að Dani Hatakka og Kian Williams gerðu mörkin. Léleg spilamennska Skagamanna þar sem að þeir sáu aldrei til sólar og fjórði leikurinn í röð þar sem að þeim mistekst að skora mark né sækja stig.

Viðar Örn og félagar fengu skell

Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga máttu þola stórt tap er liðið tók á móti Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir unnu 4-0 sigur og Vålerenga er nú án sigurs í fimm deidlarleikjum í röð.

Sjá næstu 50 fréttir