„Hugsaði um hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2022 07:00 Agnar Smári Jónsson var léttur í setti hjá Seinni bylgjunni. Stöð 2 Sport „Kóngurinn er mættur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, þegar handboltamaðurinn og skemmtikrafturinn Agnar Smári Jónsson mætti ber að ofan í settið eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta síðastliðinn laugardag. „Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
„Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira