„Hugsaði um hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2022 07:00 Agnar Smári Jónsson var léttur í setti hjá Seinni bylgjunni. Stöð 2 Sport „Kóngurinn er mættur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, þegar handboltamaðurinn og skemmtikrafturinn Agnar Smári Jónsson mætti ber að ofan í settið eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta síðastliðinn laugardag. „Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira