Boston Celtics í úrslit eftir spennutrylli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 08:00 Jimmy Butler og Jayson Tatum fóru fyrir sínum liðum í nótt. Andy Lyons/Getty Images Boston Celtics vann Miami Heat með fjögurra stiga mun í oddaleik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA. Lokatölur 96-100 í Miami og Boston Celtics því á leið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Leikur sjö, oddaleikur og allt undir. Spennan var gríðarleg fyrir leik næturinnar og mögulega aðeins of mikil fyrir leikmenn heimaliðsins sem byrjuðu vægast sagt illa á meðan gestirnir frá Boston fóru mikinn í upphafi leiks. Gestaliðið var nokkuð snemma leiks komið þrettán stigum yfir og leikmenn Miami Heat áttu fá svör, stefndi í að Boston myndi vinna nokkuð þægilegan sigur á þeim tímapunkti. Jimmy Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 24 stig í fyrri hálfleik. Með því tókst Miami að minnka muninn niður í aðeins sex stig í hálfleik, staðan þá 49-55. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og um miðbik þriðja leikhluta voru gestirnir aftur komnir með meira en tíu stiga forystu. Heimamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og í upphafi fjórða leikhluta tókst Butler að minnka muninn niður í þrjú stig. Aftur sveiflaðist pendúllinn og Boston tók öll völd á vellinum áður en Miami gerði lokatilraun til að stela sigrinum undir lokin. Butler fékk tækifæri til að taka forystuna fyrir Miami í stöðunni 96-98 en þriggja stiga skot hans geigaði og Boston skoraði síðustu tvö stig leiksins. Lokatölur í Miami 96-100 og Boston Celtics komið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Þar bíða Golden State Warriors sem fóru létt með Dallas Mavericks í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Jimmy Butler followed up his 47-point performance in Game 6 with 35 points in Game 7 while playing a full 48 minutes for the @MiamiHEAT. #HEATCulture@JimmyButler: 35 PTS, 9 REB pic.twitter.com/nxsgpSy46X— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá heimamönnum skoraði Jimmy Butler 35 stig ásamt að taka 9 fráköst. Hann spilaði allar 48 mínútur leiksins. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 25 stig og 11 fráköst og Kyle Lowry skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. BIG DEUCE @jaytatum0 has led the @celtics to their first Finals appearance since 2010 and become the first-ever recipient of the Larry Bird Trophy as ECF MVP!Take a look back at his best plays from the Eastern Conference Finals! #BleedGreen pic.twitter.com/cT1Dq8ycW1— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir komu Jaylen Brown og Marcus Smart með 24 stig hvor. Brown tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Smart tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Leikur sjö, oddaleikur og allt undir. Spennan var gríðarleg fyrir leik næturinnar og mögulega aðeins of mikil fyrir leikmenn heimaliðsins sem byrjuðu vægast sagt illa á meðan gestirnir frá Boston fóru mikinn í upphafi leiks. Gestaliðið var nokkuð snemma leiks komið þrettán stigum yfir og leikmenn Miami Heat áttu fá svör, stefndi í að Boston myndi vinna nokkuð þægilegan sigur á þeim tímapunkti. Jimmy Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 24 stig í fyrri hálfleik. Með því tókst Miami að minnka muninn niður í aðeins sex stig í hálfleik, staðan þá 49-55. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og um miðbik þriðja leikhluta voru gestirnir aftur komnir með meira en tíu stiga forystu. Heimamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og í upphafi fjórða leikhluta tókst Butler að minnka muninn niður í þrjú stig. Aftur sveiflaðist pendúllinn og Boston tók öll völd á vellinum áður en Miami gerði lokatilraun til að stela sigrinum undir lokin. Butler fékk tækifæri til að taka forystuna fyrir Miami í stöðunni 96-98 en þriggja stiga skot hans geigaði og Boston skoraði síðustu tvö stig leiksins. Lokatölur í Miami 96-100 og Boston Celtics komið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Þar bíða Golden State Warriors sem fóru létt með Dallas Mavericks í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Jimmy Butler followed up his 47-point performance in Game 6 with 35 points in Game 7 while playing a full 48 minutes for the @MiamiHEAT. #HEATCulture@JimmyButler: 35 PTS, 9 REB pic.twitter.com/nxsgpSy46X— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá heimamönnum skoraði Jimmy Butler 35 stig ásamt að taka 9 fráköst. Hann spilaði allar 48 mínútur leiksins. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 25 stig og 11 fráköst og Kyle Lowry skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. BIG DEUCE @jaytatum0 has led the @celtics to their first Finals appearance since 2010 and become the first-ever recipient of the Larry Bird Trophy as ECF MVP!Take a look back at his best plays from the Eastern Conference Finals! #BleedGreen pic.twitter.com/cT1Dq8ycW1— NBA (@NBA) May 30, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir komu Jaylen Brown og Marcus Smart með 24 stig hvor. Brown tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Smart tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira