Fleiri fréttir

Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði.

„Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“

Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. 

Willum Þór á­fram í Hvíta-Rúss­landi

Miðjumaðurinn Willum Þór Þórsson verður í herbúðum BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi út þetta ár. Hann er loks orðinn góður af meiðslum sem hafa plagað hann undanfarið og ætlar sér stóra hluti á árinu.

Ísak Berg­mann sá um Blika: Sjáðu mörkin

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvívegis er FC Kaupmannahöfn lagði Breiðablik í markaleik á æfingamótinu Atlantic Cup sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 4-3 Kaupmannahafnarliðinu í vil.

Hólmar á Hlíðarenda

Valsmenn hafa fengið mikinn liðsstyrk í miðverðinum sterka Hólmari Erni Eyjólfssyni sem skrifað hefur undir samning til þriggja ára við félagið.

Tvíburarnir frá Sandgerði á Selfoss

Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur eru gengnar í raðir Selfoss frá Fylki. Þær skrifuðu undir tveggja ára samning við Selfoss.

KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar

Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta.

Gaupi gekk á Gumma Gumm: Hefur ekki klárað mót síðan á ÓL 2012

Íslenska handboltalandsliðið náði sjötta sætinu á Evrópumótinu í síðasta mánuði sem er besti árangur liðsins í langan tíma. Liðið náði þessu þrátt fyrir að besti handboltamaður Íslands undanfarin ár hafi misst af meirihluta leikja íslenska liðsins.

„Dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing“

„Ég hefði alltaf haldið að við myndum fá bikarinn afhentan eftir leikinn því ég held að það sé nú þannig í langflestum öðrum keppnum,“ segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði nýrra Reykjavíkurmeistara Þróttar í fótbolta.

Snorri hækkaði sig um sautján sæti

Snorri Einarsson endaði í 36. sæti í fimmtán kílómetra skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hann kom í mark á 41:17,5 mínútum.

Staðfesta að Valieva féll á lyfjaprófi

Búið er að staðfesta að rússneska skautakonan Kamila Valieva féll á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum.

Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin

Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum.

Finnur Freyr: Þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður

Finnur Freyr þjálfari Vals var auðsýnilega ósáttur með niðurstöðu leiksins og frammistöðu síns liðs, en hans menn hreinlega koðnuðu niður undir lokin eftir að hafa komist tíu stigum yfir. Valsmenn skoruðu aðeins sjö stig síðustu tíu mínúturnar eftir góða fyrstu þrjá leikhluta þar sem allt leit út fyrir að heimamenn myndu sigla sigri í höfn.

„Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins“

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með sigur sinna mann gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið hafi komið sér í vandræði þegar Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald í seinni hálfleik.

Sjálfsmark skaut Juventus í undanúrslit

Juventus er á leið í undanúrslit ítölsku bikarkeppninnar Coppa Italia eftir 2-1 sigur gegn Sassuolo í kvöld. Ruan Tressoldi reyndist hetja Juventus, en því miður fyrir hann er hann leikmaður Sassuolo.

Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum

Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri.

Liverpool heldur í við toppliðið

Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir