Fleiri fréttir

„Líður eins og íþróttamanni aftur“

Eftir þriggja ára þrautagöngu vegna meiðsla er hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, einn nýjasti liðsmaður FH, vongóð um bjartari tíma. Þessi fyrrverandi heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 metrahlaupi þarf þó að sneiða framhjá ýmsum æfingum vegna meiðslanna.

Drama í Dallas en létt hjá Brady og tengdasyninum

Lið San Francisco 49ers, Kansas City Chiefs og Tampa Bay Buccaneers komust áfram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær og nótt en Dallas Cowboys, Pittsburgh Steelers og Philadelphia Eagles eru úr leik.

Dagskráin í dag: Níu körfuboltaleikir, NFL deildin og rafíþróttir

Alls eru 11 beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Körfuboltinn er þar fyrirferðamikill, NBA deildin og efstu tvær deildirnar á Íslandi verða með leiki í beinni útsendingu. Úrslitakeppni NFL deildarinnar heldur svo áfram ásamt Óla Jóels og vinum í GameTíví.

Skýrsla Henrys: Harðlífi gegn Hollendingum

Leikur Íslands og Hollands reyndi á taugar landans og eflaust eru margir með minna hár eftr leikinn en þeir voru með fyrir hann. Spennutryllir en allt fór vel að lokum.

Guðmundur: Liðið sýndi stórkostlegan karakter að klára þetta

Guðmundi Guðmundsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var létt eftir sigurinn á Hollandi, 29-28, í kvöld. Ísland er komið með fjögur stig í B-riðli Evrópumótsins og ef það vinnur heimalið Ungverjalands á þriðjudaginn fer það með tvö stig inn í milliriðla.

Afríkumeistararnir töpuðu fyrir Miðbaugs-Gíneu

Afríkumeistarar Alsír töpuðu gegn Miðbaugs-Gíneu, 1-0, í lokaleik dagsins í Afríkukeppninni. Tap meistarana verður að teljast afar óvænt í ljósi þess að liðið hafði ekki tapað í síðustu 25 leikjum í röð.

Þessir eru taldir líklegastir til að taka við Everton

Rafael Benitez var í dag rekin úr starfi sem knattspyrnustjóri Everton. Talið er að Duncan Ferguson muni taka við liðinu sem bráðabirgðastjóri en Ferguson gerði slíkt hið sama þegar Marco Silva var rekinn frá Everton í desember 2019.

Rafael Benitez rekinn

Rafael Benitez hefur verið rekinn frá Everton en félagið staðfesti það fyrr í dag. Árangur liðsins undir stjórn Benitez hefur alls ekki verið nógu góður en félagið er aðeins 6 stigum frá fallsvæðinu með 19 stig í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Everton hefur aðeins unnið 5 deildarleiki á tímabilinu.

Finnst ó­þægi­legt að spila við Brent­ford

„Það er mjög óþægilegt að spila á móti Brentford ef ég er hreinskilinn. Þeir spila oftast öðruvísi en hvernig þeir spiluðu gegn okkur í dag gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Jürgen Klopp eftir 3-0 sigur sinna manna á Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Har­ri­son með þrjú er Leeds vann West Ham í marka­leik

Leeds United vann 3-2 sigur á West Ham United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var einkar fjörugur og undir lok leiks voru mörk dæmd af báðum liðum. Þá fékk Jarrod Bowen sannkallað dauðafæri til að jafna metin í uppbótartíma.

Durant meiddur enn á ný

Kevin Durant, einn albesti körfuboltamaður síðari ára, meiddist í nótt og er óttast að hann gæti verð frá í dágóðan tíma. Hann fékk högg á hnéð er liðsfélagi hans lenti illa á honum. Atvikið má sjá í fréttinni.

Guð­laugur Victor og fé­lagar í Schalke 04 mis­stigu sig

Þýska stórliðið Schalke 04 náði aðeins jafntefli er Holstein Kiel kom í heimsókn á Veltins-völlinn í Gelsenkirchen í B-deildinni þar í landi, lokatölur 1-1. Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði Schalke í leiknum.

New­cast­le að sækja þýskan lands­liðs­mann

Hið nýríka knattspyrnu Newcastle United er í þann mund að festa kaup á sínum þriðja leikmanni í janúarfélagaskiptaglugganum. Vinstri bakvörðurinn Robin Gosens ku vera á leið til félagsins frá Atalanta á Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir