Veiði

Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum

Karl Lúðvíksson skrifar
Tekist á við lax í Laxá í Dölum
Tekist á við lax í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is

Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á dögunum samning við Veiðifélag Laxdæla um leigu á Laxá í Dölum til næstu 10 ára. 

Hreggnasi kom að leigu Laxár í fyrsta skiptið árið 2014 og var strax hafist handa við alls kyns aðgerðir til að betrumbæta og hlúa að lífríki Laxár. Mjög hófsamur kvóti, skyldusleppingar á stórlaxi, lagfæringar á veiðistöðum og fiskvegagerð svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdir við endurbætur og stækkun á veiðihúsinu við Þrándargil eru þegar hafnar. Öll aðstaða og aðbúnaður veiðimanna mun taka miklum breytingum til batnaðar næstu tvö árin. 

Laxá í Dölum er með algjöfulustu ám landsins og er nær í sérflokki hvað varðar veiði per stöng og hlutfall stórlaxa í veiði. Mjög stórir árgangar seiða síðustu árin gefa fulla ástæðu til bjartsýni og ekki er ólíklegt að Laxá muni gera enn betur. En með opnun Laxastiga í Sólheimafossi opnast mikið búsvæði. Nær einsdæmi er að svo langur samningar sé gerður um veiðirétt á Íslandi, en Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á síðasta ári samskonar samning við Veiðifélag Grímsár og Tunguár í Borgarfirði. Er það til marks um gott samstarf landeigenda og leigutaka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.