Handbolti

Twitter: Hann nær að tékka á e-mailinu sínu áður en hann lendir!

Atli Arason skrifar
SIgvaldi Björn Guðjónsson, eða Svifvaldi.
SIgvaldi Björn Guðjónsson, eða Svifvaldi. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Þjóðin lét skoðanir sínar flakka á Twitter yfir landleik Íslands og Hollands í kvöld,  dómgæslan, Sigvaldi, Janus og Logi Geirs voru vinsælustu umræðuefnin.

Það var mikil stemning hjá viðstöddum í Ungverjalandi fyrir leik.

Leikurinn sjálfur fór af stað af miklum krafti. Aron Pálmarsson leiddi markaskorun Íslands í upphafi leiks.

 Staðan var 15-13 í hálfleik fyrir Ísland og flestir voru bjartsýnir fyrir síðari hálfleikinn.

Dómgæslan fékk ekki svo góða umsögn á meðan leik stóð.

 Íslenska liðið náði svo að sækja í sigur eftir afar spennandi síðari hálfleik.

Einhverjir landsmenn voru að pæla í sérfræðingum í setti EM stofunnar.

Aðrir lýstu yfir aðdáun á Sigvalda Birni Guðjónssyni, markahæsta leikmanni liðsins í kvöld. 

Janus Daði átti frábæra innkomu inn í íslenska liðið á ögurstundu.

 

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.