Sport

Dagskráin í dag: Níu körfuboltaleikir, NFL deildin og rafíþróttir

Atli Arason skrifar
DeMar DeRozan og félagar í Chicago Bulls verða í eldlínunni í kvöld. 
DeMar DeRozan og félagar í Chicago Bulls verða í eldlínunni í kvöld. 

Alls eru 11 beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Körfuboltinn er þar fyrirferðamikill, NBA deildin og efstu tvær deildirnar á Íslandi verða með leiki í beinni útsendingu. Úrslitakeppni NFL deildarinnar heldur svo áfram ásamt Óla Jóels og vinum í GameTíví.

Stöð 2 eSport

GameTíví fer af stað klukkan 20:00 á Stöð 2 eSport.

Stöð 2 Sport

Körfuboltinn verður í fyrirrúmi á Stöð 2 Sport. Klukkan 18:05 hefst bein útsending af leik ÍR og Stjörnunnar í Subway-deild karla. Að þeim leik loknum tekur við bein útsending af viðureign Álftanes og Hauka í 1. deild karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

NBA 360 hefst klukkan 18:00 og verða alls sjö leikir í beinni útsendingu og verður flakkað á milli leikvalla. Meðal viðureigna er Boston Celtics gegn New Orleans Pelicans, New York Knicks gegn Charlotte Hornets, nágranaslagurinn Washington Wiazards gegn Philadelphia 76ers, Cleveland Cavaliers gegn Brooklyn Nets, Memphis Grizzlies gegn Chicago Bulls, LA Clippers gegn Indiana Pacers og lokaleikur kvöldsins er Atlanta Hawks gegn Milwaukee Bucks. Klukkan 01:10 tekur svo úrslitakeppni NFL deildarinnar við þegar sýnt verður frá leik LA Rams gegn Arizona Cardinals.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×