Fleiri fréttir

Teitur fjórði íslenski reddarinn hjá Flensburg

Teitur Örn Einarsson gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg í fyrradag. Hann á að hjálpa liðinu í þeim miklu meiðslum sem herja á leikmannahóp þess. Teitur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem Flensburg fær í eins konar reddingar ef svo má að orði komast.

Sögulegur sigur íslensku stelpnanna í Danmörku

Íslenska stúlknalandsliðið í blaki, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, vann sögulegan sigur Norður-Evrópumótinu sem fram fór í Ikast í Danmörku. Liðið vann fyrstu gullverðlaun sem Ísland hefur unnið á slíku móti í flokki U17- eða U19-landsliða.

„Þetta er ekki síðasta ár“

Chicago Bulls liðið mætir til leiks með mikið breytt lið í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og byrjaði á sigri í nótt. New York Knicks vann Boston Celtics í tvíframlengdum leik, silfurlið Phoenix Suns tapaði á heimavelli og leikmenn Philadelphia 76ers létu Ben Simmons vesenið ekki stoppa sig í New Orleans.

„Þetta var svolítið skrítinn leikur“

Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var ánægð með sigurinn gegn Grindavík í kvöld í leik sem henni fannst annars vera mjög sveiflukenndur. Lokatölur 105-85.

Biðja stuðnings­menn um að látast ekki vera Arabar

Eftir að Newcastle United var keypt af krónprins Sádi-Arabíu hefur borið á því að stuðningsmenn liðsins hafa mætt klæddir fatnaði sem sést einna helst í Miðausturlöndum ásamt því að bera höfuðföt sem tíðkast þar.

Talið að Haukur hafi tognað á ökkla

Haukur Þrastarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik Vive Kielce og Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

„Við erum bara eins og litlir smástrákar“

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deild karla, 25-20. Hann segist vera í hálfgerðu sjokki eftir leikinn.

Chelsea rúllaði yfir Malmö

Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með Malmö er liðin mættust á Brúnni í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, lokatölur 4-0 heimamönnum í vil.

Meistara­deildar-Ron­aldo kom Manchester United til bjargar

Manchester United kom til baka og vann Atalanta 3-2 á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik. Aftur tryggði Cristiano Ronaldo sigur Man Utd sem er óvænt komið á topp F-riðils Meistaradeildarinnar.

Fyrsti sigur HK kominn í hús

HK vann sex marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 27-21. Var þetta fyrsti sigur HK í deildinni.

Piqu­e kom Börsungum til bjargar

Þegar neyðin er stærst er Gerard Pique næst. Spænski miðvörðurinn kom Barcelona til bjargar er liðið vann nauman 1-0 sigur á Dynamo Kiev er liðin mættust á Nývangi í Meistaradeild Evrópu.

Fylgdi markinu gegn United eftir með fernu í Rússlandi

Eftir að hafa skorað í sigri Leicester gegn Manchester United um síðustu helgi bætti Patson Daka um betur í dag þegar hann skoraði fernu í 4-3 útisigri Leicester á Spartak Moskvu í Evrópudeildinni í fótbolta.

„Stefni klárlega á EM næsta sumar“

Þrátt fyrir vera orðinn 36 ára og á heimleið eftir þrettán ár í atvinnumennsku ætlar Sif Atladóttir ekkert að gefa sæti sitt í landsliðinu eftir og ætlar að spila með því á EM næsta sumar.

Solskjær segir Ronaldo vera að gera allt sem hann geti

Ef það eru einhverjir sem hafa fengið á sig meiri gagnrýni en aðrir eftir slæmt gengi Manchester United að undanförnu þá eru það knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær og súperstjarnan Cristiano Ronaldo.

Embiid um Ben Simmons: Fæ ekki borgað fyrir að vera í barnapössun

Ben Simmons verður ekki með Philadelphia 76ers í fyrsta leik liðsins á NBA tímabilinu sem er á móti New Orleans Pelicans í nótt. Félagið setti Simmons í eins leiks bann eftir að hann var rekinn af æfingu í gær fyrir að meðal annars neita að gera það sem þjálfarinn bað hann um.

Amanda valin í lið umferðarinnar í norsku deildinni

Íslenska landsliðskonan Amanda Jacobsen Andradottir kom inn á sem varamaður í síðasta leik Vålerenga en tókst engu að síður að vinna sér sæti í liði sextándu umferðarinnar norsku úrvalsdeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir