Fleiri fréttir

Forréttindi að spila svona marga allt eða ekkert leiki

Íslandsmeistarar Vals unnu Fram í úrslitum um Coca-Cola bikarinn. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Líkt og í undanúrslitum spiluðu Valsarar frábærlega í seinni hálfleik og unnu leikinn 25-29.Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar sáttur með að vera orðin Íslands og bikarmeistari. 

Ég hafði alltaf góða til­finningu

„Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega, fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekktur með fyrsta markið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra eftir súrt tap gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Arnar Birkir skoraði átta í naumum sigri

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði átta mörk fyrir EHV Aue þegar að liðið vann eins marks sigur gegn Ludwigshafen í þýsku B-deildinni í handbolta í dag 30-29. 

Dortmund aftur á sigurbraut

Borussia Dortmund kom sér aftur á sigurbraut þegar að liðið vann 2-1 sigur gegn Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa tapað gegn Borussia Mönchengladbach í seinustu umferð. 

Tuttugu stig Söru dugðu ekki til

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta þurftu að sætta sig við níu stiga tap gegn Cluj Napoca í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 66-57, en Sara var stigahæsti leikmaður vallarins.

Ingibjörg og Amanda í bikarúrslit

Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir eru á lið í úrslit norsku bikarkeppninnar með liðið sínu, Vålerenga, eftir öruggan 4-0 sigur gegn Rosenborg í dag.

Berglind og Cecilia stálu stigi í Íslendingaslag

Í dag mættust Kristianstad og Örebro í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir, undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttir í Kristianstad, gerðu 2-2 jafntefli gegn Berglindi Rós Ágústsdóttir og Ceciliu Rúnarsdóttir í liði Örebro.

Hallbera hafði betur í Íslendingaslag

AIK tók á móti Växjö í sænsku úrvlsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hallbera Guðný Gísladóttir bar fyrirliðabandið fyrir AIK, en Andrea Mist Pálsdóttir sat á varamannabekk Växjö. Mark á lokamínútum leiksins tryggði AIK 1-0 sigur.

Jón Þór: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fólkið fyrir vestan“

„Við slógum Íslandsmeistarana út í 8 liða úrslitum og núna þurfum við aftur að slá Íslandsmeistarana út í undanúrslitum“, segir Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra sem mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum á morgun. Hann harmar þó að leikurinn geti ekki farið fram á Ísafirði.

Haukar, Höttur og Álftanes með fullt hús stiga

Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar, Höttur og Álftanes hafa öll unnið báða leiki sína í upphafi móts, en Hamar, Skallagrímur og ÍA eru enn í leit að sínum fyrsta sigri.

„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“

Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga.

„Ógeðslega stolt af liðinu“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0.

„Hún er magnaður leikmaður“

Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur.

Björgvin Páll: Erum í sturluðu leikjaálagi

Valur tryggði sér í bikarúrslit eftir ellefu marka sigur á Aftureldingu. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu Valsmenn frábærlega inn í síðari hálfleik og unnu leikinn 21-32.Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var hæstánægður með sína menn sem eru í miklu leikjaálagi.

Teitur hafði betur í Íslendingaslag

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde heimsóttu Teit Örn Einarsson og félaga í Kristianstad í sænska handboltanum í dag. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku Teitur og félagar forystuna og unnu að lokum góðan tveggja marka sigur, 26-24.

Guy Smit semur við Val

Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil.

Sjá næstu 50 fréttir