Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og það var lítið sem ekkert sem gat skilið þau að. Þegar flautað var til hálfleiks höfðu heimamenn í Kristianstad eins marks forystu, 12-11.
Teitur og félagar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, og þega um tuttugu mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn fimm mörk.
Heimamenn héldu Bjarna og félögum í hæfilegri fjarlægð næstu mínútur og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 24-21.
Skövde náði þó aldrei að brúa bilið og niðurstaðan varð tveggja marka sigur Kristianstad, 26-24. Teitur Örn skoraði eitt mark fyrir heimamenn og Bjarni Ófeigur gerði þrjú mörk fyrir gestina.
Þetta var fyrsti sigur Kristianstad á tímabilinu, en liðið er nú með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Bjarni Ófeigur og félagar í Skövde hafa aðeins sótt tvö stig í sínum fyrstu leikjum.