Fleiri fréttir

„Ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum“

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að hann og starfslið hans hafi þurft að þróa liðið hraðar en þau hafi óskað eftir. Hann segir aðstæðurnar krefjandi, og að ekki sé alltaf hægt að meta árangur út frá úrslitum.

Haukar áfram í riðlakeppni EuroCup

Haukakonur eru komnar í riðlakeppni EuroCup í körfubolta þrátt fyrir tveggja stiga tap gegn portúgalska liðinu Unaio Sportiva í kvöld, 81-79. Haukar unnu fyrri leikinn með fimm stigum á heimavelli og fara því áfram á samanlögðum árangri.

West Ham í toppmálum á toppi H-riðils

West Ham vann í kvöld 2-0 sigur þegar að austurríska liðið Rapid Vín mætti í heimsókn. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Kane með þrennu í stórsigri Tottenham

Illa hefur gengið hjá Tottenham að undanförnu og liðið þurti því nauðsynlega á sigri að halda gegn slóvenska liðinu Mura. Tvö mörk á fyrstu átta mínútum leiksins lögðu grunninn að 4-1 sigri Lundúnaliðsins.

Þórey Rósa: Fannst vanta blik í augun á þeim

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk úr átta skotum þegar Fram tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með sigri á Val, 19-22, í kvöld. Hún var að vonum sátt í leikslok.

„Vorum ekki að hugsa um Kolbein“

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla.

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir enn með fullt hús stiga

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en þrír af þeim voru Íslendingaslagir. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa unnið alla sex leiki sína í deildinn með Magdeburg eftir þriggja marka sigur gegn MT Melsungen, 27-24.

Fimm mörk og tvö rauð spjöld er Spartak Moscow lagði Napoli

Í dag og kvöld eru leiknair alls 16 leikir í Evrópudeildinni í knattspyrnu og nú er átta þeirra lokið. Franska liðið Lyon vann öruggan 3-0 sigur gegn Brøndby frá Danmörku í A-riðli og Spartak Moscow vann góðan 3-2 sigur gegn Napoli í C-riðli svo eitthvað sé nefnt.

Sóllilja og félagar úr leik í Evrópubikarnum

Sóllilja Bjarndóttir og liðsfélagar hennar í sænska liðinu A3 Basket Umeå töpuðu í dag  gegn ungverska liðinu FCSM Csata í undankeppni Evrópubikarkeppni kvenna í körfubolta, 81-79. Csata vann fyrri leik liðanna með 15 stiga mun og Sóllilja og Umeå sitja því eftir með sárt ennið.

Arnar valdi Aron ekki vegna „utan­að­komandi“ á­stæðna

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta.

Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með

Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur.

Langt ferðalag rétt fyrir úrslitaleik ef Pablo fagnar á laugardag

Eftir að hafa afþakkað það síðustu misseri hefur Pablo Punyed, einn albesti leikmaður Íslandsmeistara Víkings í sumar, ákveðið að þiggja sæti í landsliðshópi El Salador. Liðið spilar þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta dagana 7.-13. október.

Usain Bolt þakkaði Ferguson fyrir að fá Ronaldo aftur til United

Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, var í stúkunni á Old Trafford í gær og sá sína menn í Manchester United vinna dramatískan sigur á Villarreal, 2-1, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn þakkaði hann Sir Alex Ferguson fyrir að fá manninn sem skoraði sigurmarkið, Cristiano Ronaldo, aftur til félagsins.

Ný bók um rjúpnaveiði

Rjúpnaveiðin hefst 1. nóvember og sama dag kemur út bókin Gengið til rjúpna eftir Dúa J. Landmark hjá bókaútgáfunni Bjartur og Veröld. 

Sterki læknaneminn er kominn inn á HM í desember

Ungar íslenskar lyftingakonur halda áfram að standa sig vel á Evrópumeistaramóti unglinga í lyftingum í Rovaniemi í Finnlandi. Tvær þeirra hafa tryggt sér þátttökurétt á HM í Úsbekistan í desember.

Að­eins Breiða­blik hélt boltanum betur innan liðs en FH

Þegar tölfræði Pepsi Max deildar karla skoðuð er margt sem kemur á óvart. Það sem kemur ef til vill hvað mest á óvart er að FH-ingar – sem enduðu í 6. sæti deildarinnar – héldu næstmest í boltann af öllum liðum deildarinnar.

Der­by komið á blað og Mitro­vic skoraði þrennu

Fjöldi leikja fór fram í ensku B-deildinni í kvöld. Derby County vann sigur sem þýðir að liðið er komið með eitt stig en tólf stig voru dregin af félaginu nýverið vegna skuldastöðu þess. Þá skoraði Aleksandar Mitrović þrennu í sigri Fulham og Peterborough United hélt hreinu.

Skilur ekkert í frammi­stöðu sinna manna

„Við vorum ekki nógu beittir í upphafi leiks að mínu mati. Fyrstu 12-15 mínúturnar hefum við getað refsað þeim,“ sagði Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Chelsea, eftir 1-0 tap liðsins gegn Juventus á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Andrea setti fimm í öruggum bikar­sigri

Andrea Jacobsen, leikmaður Kristianstad og íslenska landsliðsins, skoraði fimm mörk er lið henanr pakkaði Lugi saman í fyrri leik liðanna í sænska bikarnum í handbolta í kvöld, lokatölur 37-23.

Sjá næstu 50 fréttir