Handbolti

„Við vorum allar þarna og þetta var hálfkjánalegt á köflum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sóknarleikur HK kvenna var ágætis svefnmeðal.
Sóknarleikur HK kvenna var ágætis svefnmeðal. Vísir/Hulda Margrét

Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar í Seinni bylgjunni voru frekar hneykslaðar á sóknarleik HK liðsins í Olís deild kvenna í handbolta.

HK liðið tapaði 17-23 á móti Val í annarri umferðinni og hefur aðeins skorað samtals 32 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Vörnin er fín en sóknarleikurinn fékk mikla gagnrýni í Seinni bylgjunni.

„Við vorum allar þrjár þarna og þetta var hálfkjánalegt á köflum,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar um HK-liðið.

„Þessi sókn var í uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Svava og sýndi umrædda sókn HK-liðsins þar sem boltinn gekk en lítið ógnun var í gangi.

„Það var stundum erfitt að horfa á sóknina,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni.

„Við höldum áfram. Ég mæli líka með að fylgjast með Gústa Jóh á kantinum,“ sagði Svava.

„Það er á þessum tímapunkti sem maður spáir í alvörunni í því hvort að það eigi að koma skotklukka í handbolta. Þetta er sko hraðspólun,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni.

Hér fyrir neðan má sjá þessa silalegu sókn HK-liðsins og umræðuna um hana í Seinni bylgjunni.

Klippa: Seinni bylgjan: Sóknarleikur HK í Olís deild kvenna
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.