Fleiri fréttir

Amanda mætti enn skipta um landslið

Ljóst er að Amanda Andradóttir hefur ákveðið að spila fyrir íslenska landsliðið í stað þess norska og hún kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Samkvæmt reglum FIFA, sem var breytt á síðasta ári, er þó enn mögulegt fyrir hana að spila fyrir Noreg í framtíðinni.

Hafrún, Kjartan og Rán skoða viðbrögð KSÍ

Kjartan Björgvinsson héraðsdómari mun gegna formennsku í þriggja manna nefnd á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem ætlað er að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð Knattspyrnusambands Íslands vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann

„Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ.

Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka

Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp.

„Sjaldan sem menn ná árangri strax“

Á ýmsu hefur gengið hjá Guðmundi Guðmundssyni undanfarna daga. Á sunnudaginn var honum sagt upp störfum hjá Melsungen í Þýskalandi en í gær var hann kynntur sem nýr þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fredericia og tekur við liðinu næsta sumar.

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook.

Átta strákar í bann vegna veðmálasvindls

Stór hluti leikmannahóps U19-landsliðs Rússa í handbolta karla er grunaður um að hafa verið í sambandi við veðmálafyrirtæki og hagrætt úrslitum á Evrópumótinu í Króatíu í ágúst.

Úr „helvíti“ í hóp hjá United í kvöld

Manchester United og West Ham mætast í annað sinn á fjórum dögum þegar þau eigast við í enska deildabikarnum í fótbolta í kvöld. Phil Jones snýr aftur í leikmannahóp United eftir 20 mánaða fjarveru.

Lewandowski hlaut gullskóinn

Pólski framherjinn, Robert Lewandowski, hlaut í gær gullskó Evrópu fyrir seinasta tímabil. Gullskóinn hlýtur markahæsti leikmaður álfunnar, en Lewandowski skoraði 41 mark í þýsku úrvalsdeildinni á seinasta tímabili.

Ungverjar leika tvo leiki fyrir luktum dyrum

Ungverska landsliðið í knatttspyrnu mun þurfa að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja í byrjun mánaðar.

Neitaði að taka við af Guðmundi

Sænski handboltaþjálfarinn Robert Hedin stendur í framkvæmdum heima hjá sér og ætlar ekki að taka við þýska liðinu Melsungen af Guðmundi Guðmundssyni.

Ítölsku meistararnir enn taplausir

Ítölsku meistararnir í Inter unnu 3-1 útisigur gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn í Fiorentina leiddu í hálfleik, en góður seinni hálfleikur skilaði meisturunum sigri.

Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa

Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá.

Ýmir og félagar gerðu jafntefli | Kristján Örn skoraði tvö

Forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta er í fullum gangi og í dag voru fjórir Íslendingar í eldlínunni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen gerðu jafntefli gegn Benfica, 31-31, og Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir franska liðið PAUC í jafntefli gegn norska liðinu ØIF Arendal.

Kjartan Henry og Þórður í þriggja leikja bann

Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, hafa verið dæmdir í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ eftir að sauð upp úr undir lok leiks þegar að liðin mættust í Pepsi Max deild karla í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir