Fleiri fréttir

Enginn leik­maður ársins á Eng­landi?

Það gæti farið sem svo að það verði ekki kosinn neinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni en enskir miðlar frá því að kosningin hefur verið stöðvuð vegna þess að enginn bolti er spilaður þessa stundina.

Setur kröfur á þá leikmenn sem Man. United kaupir í sumar

Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar. Hann setur þá kröfu á leikmenn sem koma til félagsins í sumar að þeir séu alvöru sigurvegarar, eins og hann.

314 fiskar komnir á land í Geirlandsá

Vorveiðin á sjóbirting hefur tekið góðan kipp eftir að aðstæður breyttust til hins betra í ánum en það gerðist þegar ís og krapi fór að hörfa.

Gerrard segir Liverpool-liðið skrímsli

Liverpool-goðsögnin Steven Gerrard hlakkar til að sjá þá rauðklæddu verða betri og betri með hverju árinu og segir liðið í ár andlega sterkara en leikmannahópurinn var þegar hann sjálfur spilaði með félaginu.

Nýr þjálfari hjá Gróttu og HK fær leikmann

Maksim Akbachev hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu sem verður nýliði í Olís-deildinni á næstu leiktíð. HK-ingar, sem féllu úr deildinni, hafa fengið leikmann frá Haukum.

Blikar bjartsýnir á að halda stærsta mótið

„Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars.

KA fær landsliðsmarkvörð

Handknattleiksdeild KA hefur fengið liðsstyrk fyrir næsta vetur með komu markvarðarins Nicholas Satchwell. Satchwell sem er fæddur árið 1991 er landsliðsmarkvörður Færeyja.

Tilbúinn að taka á sig launalækkun fyrir draumaskiptin

Oliver Giroud, framherji Chelsea, er talinn vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til þess að geta farið til draumafélagsins, Inter Milan, en þetta er eitt af því sem kemur fram í pakkanum sem BBC tók saman í morgun.

„Finnst Stjarnan búin að vera eins í svo mörg ár“

Stöðugleiki er góður en það vantar meiri breytingu á liði Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla að mati Hjörvars Hafliðasonar sparkspekings. Stjarnan var eitt þeirra liða sem var til umræðuefni í þættinum Sportið í kvöld.

Karius er enn í sambandi við Klopp

Loris Karius, markvörður Liverpool sem hefur verið á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas undanfarin tvö tímabil, segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauta sér en segist þó enn ræða við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

Segir Messi ekki á förum þrátt fyrir öll lætin

Quique Setien, stjóri Barcelona, segir að þrátt fyrir öll lætin í kringum félagið þessar vikurnar muni Lionel Messi klára feril sinn hjá félaginu. Það hafa verið stormasamar vikur að undanförnu hjá spænska risanum.

„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“

Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní.

ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar

Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Sandá í Þistilfirði til SVFR

Ein af þeim ám sem hefur verið sveipuð dulúð er Sandá í Þistilfirði en þær breytingar hafa átt sér stað að áin er komin í nýjar hendur.

Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins.

„Söluræðan“ virkaði á Berg og Birgi

Grótta, sem verður nýliði í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur, hefur fengið til sín þá Birgi Stein Jónsson og Berg Elí Rúnarsson. Báðir skrifuðu undir samning til tveggja ára við félagið.

Ísland með í strandhandbolta á ÓL í París?

Íslenskt landslið í strandhandbolta gæti átt eftir að keppa á Ólympíuleikunum í París árið 2024. Það er að minnsta kosti stefnan hjá Haraldi Þorvarðarsyni, handboltaþjálfara.

Hasar í fjórðu umferð Vodafone deildarinnar

Fjórða vika Vodafone deildarinnar hefst í kvöld. Á Stöð 2 eSport veður sýnt frá viðureign liðanna KEF.esports og TILT í CS:GO og Dusty Academy og Turboapes United í LoL.

Sjá næstu 50 fréttir