Rafíþróttir

Hasar í fjórðu umferð Vodafone deildarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
vodafone deildin

Fjórða vika Vodafone deildarinnar hefst í kvöld. Á Stöð 2 eSport veður sýnt frá viðureign liðanna KEF.esports og TILT í Counter Strike: Global Offensive.

Útsendingin hefst klukkan 19:45 í kvöld og stendur yfir til um ellefu.

Það er þó ekki eina viðureignin sem verður sýnt frá í kvöld. Einnig verður sýnt frá leik Dusty Academy og Turboapes United í leiknum League of Legends. Í síðustu viku tók lið Fylkis mikilvæg stig af Dusty og því sitja Turboapes United einir í efsta sæti deildarinnar.

Hægt verður að horfa á leikinn hér að neðan og á Twitch og hefst hann klukkan 20:15.

Klukkan átta annað kvöld verður sýnt frá viðureignum Somnio eSports og FH annars vegar og Fylkis og KR hins vegar í LoL. XY.esports og Tindastóll keppa svo á sunnudaginn.

Hér að neðan má svo sjá stöðuna í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.