Körfubolti

Taktu þátt í þrautakeppni KKÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrautakeppni KKÍ.
Þrautakeppni KKÍ. mynd/kkí

Körfuknattleikssamband Íslands mun á næstunni standa fyrir þrautakeppnum sem allir landsmenn geta tekið þátt í.

Keppendur taka sína tilraun upp á myndband, birta á Facebook eða Twitter og merkja KKÍ í færsluna.

Til að byrja með eru keppnirnar fjórar talsins en keppt verður í boltaspuna. Mögulegt er að fleiri keppnir bætist við og keppt verði fram á sumar. Sigurvegararnir fá verðlaun frá Domino's og Molten.

Fólk er hvatt til að láta hugmyndaflugið ráða og útfæra þrautirnar á frumlegan og skemmtilegan hátt. Veitt verða sérstök aukaverðlaun fyrir sköpunargleði og skemmtilegar útfærslur.

Síðasti skiladagur myndbanda er þriðjudagurinn 21. apríl.

Fyrstu fjórar þrautirnar eru eftirfarandi:

  • Boltaspuni – spinna bolta hvernig sem þú getur gert það eins lengi og þú getur 
  • Skæri – drippla bolta eins oft og þú getur milli fóta á 30 sekúndum
  • Dripl-dans – tveir eða fleiri saman að dripla í takt við tónlist 
  • Brelluskot – skora körfu með því að nota umhverfið (eða setja upp umhverfið)

Nánari upplýsingar um þrautakeppni KKÍ má finna á heimasíðu sambandsins og á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×