Sport

Sportið í dag: Forseti GSÍ, Sigurður Gunnar, Stólarnir og Kári í skúrnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli eru með Sportið í dag á hverjum virkum degi klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.
Henry Birgir og Kjartan Atli eru með Sportið í dag á hverjum virkum degi klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport. vísir/vilhelm

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson slá ekki slöku við og bjóða upp á flottan þátt af Sportinu í dag. Að venju hefst þátturinn klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, sest í stólinn í dag en pirringur er hjá kylfingum vegna nýrra reglna á golfvöllum. Það verður rætt sem og önnur málefni tengd golfinu. 

Púlsinn verður tekinn á Sigurði Gunnari Þorsteinssyni körfuboltamanni sem er án félags eftir að samningi hans við ÍR var rift. 

Við heyrum í Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra Breiðabliks, en þar er í mörg horn að líta hjá honum þessa dagana. Einnig sláum við á þráðinn til Sauðárkróks en körfuknattleiksdeild Tindastóls er ekki af baki dottin og samdi í gær við Nikolas Tomsick.

Hulunni verður svipt af handboltamanni sem er á leið heim úr atvinnumennsku og í Olís-deild karla og að lokum fáum við innslag frá Kári Kristjáni Kristjánssyni úr bílskúrnum góða í Vestmannaeyjum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×