Fleiri fréttir

Travelers meistaramótið hefst í dag

Margir sterkir kylfingar skráðir til leiks á Travelers meistaramótinu sem hefst á TPC River Highlands vellinum í dag. Mótið fær yfirleitt mikið áhorf og myndast oft góð stemming á áhorfendapöllunum.

Rosberg: Ég hef sálfræðilegt forskot á Hamilton

Nico Rosberg telur að hann hafi nú sálfræðilegt forskot á lisðfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Rosberg telur að hann hafi snúið taflinu við þegar hann náði 22 stiga forskoti á Hamilton í síðustu keppni.

Engan veginn mín upplifun á málinu

Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar.

Þjóðverjar vilja ráða Alfreð

Þýska handknattleikssambandið leitar að nýjum þjálfara en liðið komst ekki á heimsmeistaramótið í Katar. Í gær var Martin Heuberger rekinn sem landsliðsþjálfari.

Ekki viss um hver sé mín sterkasta grein

Jóhann Björn Sigurbjörnsson tryggði sér nýverið þátttökurétt á HM ungmenna í 200 m hlaupi karla er hann stórbætti eigin árangur í greininni á heimavelli. Hann segist ekki vera viss um hver sín sterkasta grein sé.

Ætlum okkur upp um deild

Ísland verður á meðal þátttökuþjóða í þriðju deild Evrópukeppni landsliða en alls eru 30 keppendur í íslenska liðinu. Mótið fer fram í Tbilisi í Georgíu um helgina og hélt hópurinn utan í gær.

Aron ráðinn þjálfari Kolding

Forráðamenn danska meistaraliðsins Kolding hafa boðað til blaðamannafundar í Kaupmannahöfn á morgun þar sem tilkynnt verður að Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari verði áfram í herbúðum félagsins.

HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa

Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld.

Króatar sækja upp kantana | Myndband

Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson litu á sóknarleik Króata gegn Brasilíu á dögunum. Króatía mætir Kamerún klukkan 22 í kvöld og er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport.

Büttner á leið til Rússlands

Umboðsmaður Alexander Büttner segir að kappinn muni ekki spila undir stjórn Louis van Gaal hjá Manchester United.

Króatía valtaði yfir agalausa Kamerúna

Mexíkó og Króatía munu mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum HM. Það varð ljóst eftir að Króatía valtaði yfir Kamerún, 4-0, í kvöld.

Heimsmeisturunum hent heim

Heimsmeistarar Spánverja eru á heimleið. Það er ljóst þó svo enn eigi eftir að spila eina umferð í riðlakeppninni. Hörmulegir Spánverjar töpuðu gegn Síle í kvöld, 2-0.

Hollendingar lentu í vandræðum gegn Áströlum

Hollendingar lentu í töluverðum vandræðum í 3-2 sigri á Ástralíu í fyrsta leik dagsins á Heimsmeistaramótinu. Ástralía komst í 2-1 um í upphafi seinni hálfleiks en Hollendingar náðu að snúa taflinu við.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 5-1 | Martröð Fylkismanna í Fossvoginum

Víkingur flaug áfram í 16-liða úrslitum Borgungar-bikarsins í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Fylkismönnum 5-1. Víkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og hann í raun búinn. Fylkismenn náðu að minnka muninn í fyrri hálfleiknum en komust ekki lengra. Víkingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.

Ákærur gegn Messi niðurfelldar

Skattayfirvöld á Spáni hafa beðið saksóknara um að fella niður ákærur gegn Lionel Messi, leikmanni Barcelona.

Miranda færist nær Manchester

Spænska blaðið AS fullyrðir að Manchester United sé nánast búið að ganga frá kaupum á Miranda frá Atletico Madrid.

Sjá næstu 50 fréttir