Ekki viss um hver sé mín sterkasta grein Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2014 06:30 Jóhann Björn hefur tekið miklum framförum á hlaupabrautinni í vor og stefnir í spennandi tímabil hjá honum í sumar. fréttablaðið/pjetur Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira