Fleiri fréttir

Ísland hefur aldrei unnið gestgjafa á EM

Íslenska handboltalandsliðið mætir gestgjöfum Dana í lokaleik milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í kvöld en það ræðst ekki fyrr en í leikjunum á undan hvað verður mikið undir hjá strákunum okkar í þessum leik.

Tom Brady ætlar ekki að horfa á Super Bowl

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, var einum leik frá því að komast í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, en lið hans tapaði á móti Denver Broncos í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um síðustu helgi.

Dregið um leyfi í Elliðaánum á morgun

Þrátt fyrir að félagsmenn- og konur innan SVFR veiði mikið og víða á þeim svæðum sem félagið býður uppá er alltaf mesta spennan fyrir hálfum degi í Elliðaánum. Af hverju skyldi það vera?

Engir Íslendingar á listanum yfir föstustu skotin á EM

Mótshaldarar á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku hafa mælt skothörku leikmanna á mótinu en þau skot sem enda í markinu eru hraðamæld. Engir íslenskir leikmenn ætla að blanda sér í baráttunni um skotfastasta leikmann mótsins.

Snæfell og KR eiga flesta leikmenn í Stjörnuleik kvenna

Andy Johnston og Ingi Þór Steinþórsson hafa valið Stjörnuliðin sem mætast í Stjörnuleik kvenna í körfubolta en leikurinn verður í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn. Val þeirra kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Mancini eignar sér velgengi Manchester City í dag

Roberto Mancini, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City, segir það vera sér að þakka hversu vel City-liðið sé að spila í dag. Að hans mati eru það nefnilega leikmennirnir sem hann keypti sem eru að skila liðinu svona langt.

Negredo með höndina í fatla eftir leikinn í gær

Spánverjinn Alvaro Negredo hefur raðað inn mörkum fyrir lið Manchester City á árinu 2014 og skoraði tvö mörk i 3-0 útisigri á West Ham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Federer mætir Nadal í undanúrslitum

Svisslendingurinn Roger Federer sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Andy Murray í átta manna úrslitum á Opna ástralska mótinu í tennis í dag.

Curitiba-borg gæti misst HM-leikina sína

Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í uppbyggingu Baixada leikvangsins í Curitiba-borg í Brasilíu.

Mancini: Man. United þarf að hrista upp í leikmannahópnum

Roberto Mancini, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City og núverandi stjóri tyrkneska liðsins Galatasaray, telur að Manchester United þurfi að hrista upp í leikmannahópnum ætli félagið að vera áfram í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.

Mummi kominn fram úr Bjarna Fel og Rúnari Kristins

Guðmundur Reynir Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við KR um þrjú ár en þessi skemmtilegi vinstri bakvörður var lykilmaður í Íslandsmeistaratitli KR á síðasta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Meistarinn úr leik á opna ástralska

Meistararnir féllu úr keppni dag eftir dag á opna ástralska mótinu í tennis en í nótt tapaði Victoria Azarenka í átta manna úrslitum í kvennaflokki. Í gær féll karlameistarinn Novak Djokovic úr leik eftir óvænt tap á móti Svisslendingnum Stan Wawrinka.

Nadal lét ekki blöðruna stoppa sig

Spánverjinn Rafael Nadal tryggði sér í nótt sæti í undaúrslitum á opna ástralska mótinu í tennis þegar hann sló út Búlgarann Grigor Dimitrov eftir spennandi leik. Seinna í dag kemur í ljós hvort hann mætir Andy Murray eða Roger Federer.

NBA: Durant er ekkert að kólna - skoraði 46 stig í nótt

Kevin Durant er heitasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta þessa dagana en þessi frábæri leikmaður skoraði 46 stig í sigri Oklahoma City Thunder í nótt. Hann hefur nú skorað yfir 30 stigin í átta leikjum í röð í fyrsta sinn á ferlinum.

Við ætlum að leika til sigurs

Ísland mun spila gegn Dönum fyrir fullu húsi í kvöld. Það hefur reynst öðrum liðum á EM erfitt enda hafa Danir unnið alla sína leiki til þessa. Þjálfarinn vill að leikmenn njóti sín í stemningunni.

Of fáir tóku frumkvæði

Ísland laut í lægra haldi fyrir Svíþjóð í vináttulandsleik sem fór fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær.

Líklega stærsti leikur minn hingað til

Bjarki Már Gunnarsson hefur komið af miklum krafti inn í íslenska landsliðið á EM í Danmörku. Miðað við frammistöðu hans á mótinu er ljóst að þar er kominn framtíðarleiðtogi varnarinnar næstu árin.

Metið sem Aníta bætti var 27 ára gamalt

Aníta Hinriksdóttir vann enn eina ferðina hug og hjörtu landa sinna er hún kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum um liðna helgi.

Viljum slökkva í þessum Baunum

"Þetta verður mjög erfiður leikur. Pakkað hús og bara stjörnur í loftinu,“ sagði línutröllið Kári Kristján Kristjánsson eftir æfingu íslenska landsliðsins í Boxinu í gær.

Stórsigur Jóns Arnórs og félaga

Jón Arnór Stefánsson spilaði í rúmar tíu mínútur þegar að lið hans, CAI Zaragoza, vann sannfærandi sigur á Lietuvos Rytas Vilnius, 94-60, í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld.

Lucas frá í tvo mánuði

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Lucas Leiva, leikmaður Liverpool, verði frá vegna hnémeiðsla næstu tvo mánuðina.

Guðjón Valur orðaður við Barcelona

Spænska dagblaðið El Mundo Deportivo heldur því fram að það sé aðeins formstriði að félagið gangi frá samningum við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir næsta tímabil.

Anelka gæti fengið fimm leikja bann

Nicolas Anelka, leikmaður West Brom, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í lok síðasta mánaðar.

Aron kominn í 20 mörk í Hollandi

Aron Jóhannsson skoraði annað marka AZ Alkmaar í 2-0 sigri liðsins á Roda JC í fjórðungsúrslitum hollensku bikarkeppninnar í kvöld.

Juventus úr leik í bikarnum

Juventus, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, féll í kvöld úr leik í fjórðungsúrslitum ítölsku bikarkeppninnar.

Real með eins marks forystu í bikarnum

Karim Benzema skoraði eina markið í 1-0 sigri Real Madrid á Espanyol í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.

City vann níu marka samanlagðan sigur

Manchester City er komið í úrslit ensku deildabikarkeppnininar eftir 3-0 sigur á West Ham í síðari undanúsrlitaleik liðanna í kvöld.

Ari Freyr: Við höfum meira að gefa

Ari Freyr Skúlason sagði að leikmenn Íslands hefðu mátt gefa meira af sér í leikinn gegn Svíum í Abú Dabí í dag. Niðurstaðan var 2-0 tap.

Elmar: Lítið um sambabolta

Theodór Elmar Bjarnason segir fátt hafa komið á óvart í vináttulandsleik Íslands og Svíþjóðar í Abú Dabí í dag. Svíar höfðu þá betur, 2-0.

Frakkar enn ósigraðir á EM

Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga.

Snorri: Væri gaman að stríða Dönum hérna

"Þetta verður gaman. Svona á þetta að vera og fínt ef þetta væri svona á hverjum einasta leik," sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag.

Sjá næstu 50 fréttir