Federer, sem nýlega fór að æfa undir handleiðslu Svíans Stefan Edberg, vann sigur í fjórum settum 6-3, 6-4, 6-7 og 6-3. Skotanum Murray gekk illa að brjóta uppgjöf Svisslendingsins sem virkar sigurstranglegur á mótinu.
Federer mætir Spánverjanum Rafael Nadal sem bar sigur úr býtum gegn Grigor Dimitrov frá Búlgaríu í morgun þrátt fyrir stórar blöðrur á höndum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka og Tékkinn Tomas Berdych.
Federer hefur fjórum sinnum unnið sigur í Ástralíu (2004, 2006, 2007 og 2010) en Nadal einu sinni, árið 2009. Dimitrov og Wawrinka hafa aldrei komist í úrslitaleikinn. Wawrinka sló meistara síðustu þriggja ára, Serbann Novak Djokovic, út í átta manna úrslitum.

