Við ætlum að leika til sigurs Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 22. janúar 2014 08:00 „Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni. EM 2014 karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
„Það verður gaman að mæta Dönum hérna í fullu Boxi eins og þeir kalla húsið. Hér hefur verið mikil stemning á öllum leikjum Dana þannig að við hlökkum til,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson og lýgur þar engu. Um fjórtán þúsund áhorfendur hafa skapað hreint ótrúlega stemningu á leikjum sinna manna í Herning. Ísland á enn möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins. Þá þarf liðið að leggja Dani og treysta á að Makedónar skelli heimsmeisturum Spánar. Gangi það ekki eftir er enn von um að spila um fimmta sæti mótsins og þar gæti markatala ráðið úrslitum. Staðan mun liggja fyrir er Ísland spilar enda er það síðasti leikur milliriðilsins.Mikil breidd í danska liðinu „Danir eru með frábært lið og marga mjög góða leikmenn. Það er mikil breidd í danska liðinu og Wilbek hefur notað marga leikmenn í mótinu,“ segir Aron en þó svo Danir séu komnir áfram og ætli að hvíla einhverja menn er ekki þar með sagt að þeir mæti með lélegt lið til leiks. „Þeir hafa dreift álaginu og þó svo einhverjir leikmenn spili tíu mínútum skemur en þeir hafa verið að gera þá kemur bara annar heimsklassaleikmaður í hans stað.“ Það mun ekki skýrast fyrr en í dag hvort Arnór Atlason getur komið aftur inn í hópinn og svo mun það örugglega ekki skýrast fyrr en í leiknum hversu mikið Aron Pálmarsson getur beitt sér. Hann hefur tekið mjög takmarkaðan þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins. Sem betur fer hefur það ekki komið að sök. Aðrir leikmenn hafa stigið upp og leikið virkilega vel.Þurfum að hægja á þeim „Til þess að eiga möguleika í þessum leik þá þurfum við að vera mjög fljótir til baka í vörnina. Við viljum skipta tveimur mönnum út í vörn og sókn og það hefur oft reynst erfitt á móti Dönum. Við verðum að spila góða vörn til þess að drepa hraðann hjá þeim. Þeirra sóknarleikur gengur út á að fá mikinn hraða í spilið. Við munum leika til sigurs,“ sagði Aron og brosti við. Hann leggur áherslu á að leikmenn láti áhorfendur og stemninguna í húsinu ekki slá sig út af laginu. „Við eigum að njóta þess. Menn eiga að njóta þess er þeir slökkva í áhorfendum. Njóta þess að áhorfendur bauli á sig. Það er málið. Að njóta og leggja allt sem menn eiga í leikinn.“Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og er lýst beint á Bylgjunni.
EM 2014 karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira