NBA: Durant er ekkert að kólna - skoraði 46 stig í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2014 08:34 Kevin Durant. Mynd/AP Kevin Durant er heitasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta þessa dagana en þessi frábæri leikmaður skoraði 46 stig í sigri Oklahoma City Thunder í nótt. Hann hefur nú skorað yfir 30 stigin í átta leikjum í röð í fyrsta sinn á ferlinum. Kevin Durant skoraði 11 af 46 stigum sínum á síðustu 3 mínútunum og 23 sekúndunum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-97 sigur á Portland Trail Blazers í toppslag Norðvesturriðilsins. Durant hitti úr 17 af 25 skotum sínum þar af 6 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Reggie Jackson skoraði 15 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem hefur nú eins leiks forskot á Portland Trail Blazers en Portland var búið að vinna fyrstu tvo innbyrðisleiki liðanna í vetur. LaMarcus Aldridge var með 29 stig og 16 fráköst fyrir Portland.LeBron James skoraði 11 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 93-86 sigur á Boston Celtics. Miami missti niður 18 stiga forskot en tryggði sér sigurinn með því að skora níu síðustu stigin. Brandon Bass var stigahæstur hjá Boston með 15 stig en Rajon Rondo, sem er að koma til baka eftir ársfjarveru vegna meiðsla, klikkaði á öllum átta skotum sínum.Andray Blatche kom með 18 stig inn af bekknum þegar Brooklyn Nets vann 101-90 sigur á Orlando Magic en þetta var áttundi sigur lærisveina Jason Kidd í síðustu níu leikjum. Nets-liðið tapaði 21 af 31 leik í upphafi tímabilsins en ekkert lið er með betra sigurhlutfall í janúar (8 sigrar og 1 tap). Mirza Teletovic var með 14 stig fyrir Brooklyn og þeir Joe Johnson og Paul Pierce skoruðu báðir 13 stig.Kevin Love var með 19 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 112-97 útisigur á Utah Jazz. Ricky Rubio var með 11 stig og 13 stoðsendingar, Corey Brewer skoraði 19 stig og þeir Nikola Pekovic og Kevin Martin voru báðir með 18 stig. Gordon Hayward skoraði 27 stig fyrir Utah.Rudy Gay skoraði 41 stig fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann 114-97 sigur á New Orleans Pelicans. Isaiah Thomas var með 20 stig og 11 stoðsendingar og hinn stóri DeMarcus Cousins bætti við 18 stigum, 11 fráköstum og 4 vörðum skotum. Tyreke Evans skoraði 17 stig fyrir New Orleans á móti sínum gömlu félögum.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Brooklyn Nets - Orlando Magic 101-90 Miami Heat - Boston Celtics 93-86 New Orleans Pelicans - Sacramento Kings 97-114 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-97 Utah Jazz - Minnesota Timberwolves 97-112Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Kevin Durant er heitasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta þessa dagana en þessi frábæri leikmaður skoraði 46 stig í sigri Oklahoma City Thunder í nótt. Hann hefur nú skorað yfir 30 stigin í átta leikjum í röð í fyrsta sinn á ferlinum. Kevin Durant skoraði 11 af 46 stigum sínum á síðustu 3 mínútunum og 23 sekúndunum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-97 sigur á Portland Trail Blazers í toppslag Norðvesturriðilsins. Durant hitti úr 17 af 25 skotum sínum þar af 6 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Reggie Jackson skoraði 15 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem hefur nú eins leiks forskot á Portland Trail Blazers en Portland var búið að vinna fyrstu tvo innbyrðisleiki liðanna í vetur. LaMarcus Aldridge var með 29 stig og 16 fráköst fyrir Portland.LeBron James skoraði 11 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 93-86 sigur á Boston Celtics. Miami missti niður 18 stiga forskot en tryggði sér sigurinn með því að skora níu síðustu stigin. Brandon Bass var stigahæstur hjá Boston með 15 stig en Rajon Rondo, sem er að koma til baka eftir ársfjarveru vegna meiðsla, klikkaði á öllum átta skotum sínum.Andray Blatche kom með 18 stig inn af bekknum þegar Brooklyn Nets vann 101-90 sigur á Orlando Magic en þetta var áttundi sigur lærisveina Jason Kidd í síðustu níu leikjum. Nets-liðið tapaði 21 af 31 leik í upphafi tímabilsins en ekkert lið er með betra sigurhlutfall í janúar (8 sigrar og 1 tap). Mirza Teletovic var með 14 stig fyrir Brooklyn og þeir Joe Johnson og Paul Pierce skoruðu báðir 13 stig.Kevin Love var með 19 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 112-97 útisigur á Utah Jazz. Ricky Rubio var með 11 stig og 13 stoðsendingar, Corey Brewer skoraði 19 stig og þeir Nikola Pekovic og Kevin Martin voru báðir með 18 stig. Gordon Hayward skoraði 27 stig fyrir Utah.Rudy Gay skoraði 41 stig fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann 114-97 sigur á New Orleans Pelicans. Isaiah Thomas var með 20 stig og 11 stoðsendingar og hinn stóri DeMarcus Cousins bætti við 18 stigum, 11 fráköstum og 4 vörðum skotum. Tyreke Evans skoraði 17 stig fyrir New Orleans á móti sínum gömlu félögum.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Brooklyn Nets - Orlando Magic 101-90 Miami Heat - Boston Celtics 93-86 New Orleans Pelicans - Sacramento Kings 97-114 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-97 Utah Jazz - Minnesota Timberwolves 97-112Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta.
NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira