Fleiri fréttir

Fín bæting á milli daga

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði annan hringinn í landsúrslitum NCAA í gær á þremur höggum yfir pari. Hún er samanlagt á tíu höggum yfir pari þegar keppni er hálfnuð.

Ólafur valinn í úrvalslið Meistaradeildarinnar frá upphafi

Ólafur Stefánsson er besta hægri skyttan í 20 ára sögu Meistaradeildarinnar í handbolta en það var staðfest þegar íslenski landliðsmaðurinn og fjórfaldur meistari í Meistaradeildinni var valinn í úrvalsliðið Meistaradeildarinnar frá upphafi. Evrópska handknattleikssambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem val liðsins er gert opinbert.

Smálaxakenningin er ágætis óskhyggja

Smálaxakenning Dr. David Summers, yfirmanns veiðimála í Tay í Skotlandi, er ágætis óskhyggja en það á eftir að koma í ljós hvort hún stenst segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun.

Rússneski milljarðamæringurinn ekki hættur

Franska blaðið L'Equipe staðhæfir í dag að AS Monaco ætli sér að bjóða 5,5 milljarða króna, 30 milljónir punda, í belgíska varnarmanninn Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City.

Völlurinn er handónýtur

Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi.

Hrikalegar myndir af Nincevic

Þýska blaðið Bild birtir í dag myndir á vefsíðu sinni af Króatanum Ivan Nincevic sem slasaðist illa eftir að hafa verið skallaður í handboltaleik.

Dramatískur sigur Miami í framlengingu

LeBron James var sem fyrr í aðalhlutverki þegar að Miami tók forystu gegn Indiana í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta.

Vítin til vandræða

Vítaskyttur Pepsi-deildarliðanna hafa aðeins skorað úr tveimur af sjö vítaspyrnum sem dæmdar hafa verið í fyrstu fjórum umferðunum í sumar. Þetta er langversta byrjun vítaskyttna síðan deildin varð tólf liða 2008.

Ekkert gefins á Korpunni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í sístækkandi hópi ungra og efnilegra afrekskylfinga sem Ísland hefur eignast. Hann og bestu kylfingar landsins verða í eldlínunni á Eimskipsmótaröðinni í sumar.

Fékk risastóra holu í andlitið

Eitt ljótasta brot sem sést hefur í þýska handboltanum í áraraðir átti sér stað í leik Hamburg og Füchse Berlin á þriðjudag. Aðeins 37 sekúndum fyrir leikslok gerði Torsten Jansen, leikmaður Hamburg, sér lítið fyrir og skallaði Ivan Nincevic, leikmann Berlin, fast í andlitið.

125 fulltrúar Íslands

Alls munu 125 íþróttamenn keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í Lúxemborg í næstu viku. Ísland tekur þátt í öllum ellefu keppnisgreinunum og stefnir að því að vinna flest gull allra níu keppnisþjóðanna.

Þetta víti er stútfullt af stælum

Leikmönnum Pepsi-deildar karla hefur gengið afar illa að nýta vítaspyrnur sínar í sumar og vítin voru eitt af umræðuefnunum í Pepsimörkunum í gær.

Greta Mjöll: Ég fékk bara eitt stykki hnefa í andlitið

Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks endaði síðan leikinn á móti Selfossi í kvöld á því að vera borin útaf eftir slæmt höfuðhögg. Breiðablik vann leikinn 4-1 og er með fullt hús eftir fjórar umferðir.

Mourinho og Ronaldo dæmdir í bann

Þjálfari Real Madrid, Jose Mourinho, og leikmaður liðsins, Cristiano Ronaldo, voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann í spænska bikarnum.

Langt kast hjá Ásdísi í kvöld

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir tók sín síðustu köst hér á landi áður en hún heldur til New York í Laugardalnum í kvöld.

100 urriðar hafa veiðst í Elliðaánum

Það sem af er maímánuði hafa veiðst 100 urriðar í Elliðaánum. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is. Í vorveiðinni, sem stendur til 5. júní, er veitt í ofanverðum Elliðaánum eða fyrir ofan Hraun.

Wenger með meira en fjórtán ára forskot

Það hafa orðið miklar sviptingar á knattspyrnustjóramarkaðnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu dögum og þrír af þeim stjórum sem hafa verið lengst með sín félög leita nú á ný mið en það eru þeir Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, David Moyes, stjóri Everton og nú síðast Tony Pulis, stjóri Stoke.

Víðir skoraði flottasta markið í 3. umferð

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson skoraði flottasta markið í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta að mati lesenda Vísis en kosið var á milli fimm fallegustu markanna hér inn á Vísi. Lesendur Vísis fá tækifæri til að kjósa fallegasta mark hverrar umferðar í allt sumar.

Fimleikafólk á smáþjóðaleikana

Fimleikasamband Íslands hefur valið 10 einstaklinga til að til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Lúxemborg 26. maí - 2. júní næstkomandi.

Markaregn fjórðu umferðar

Tólf mörk voru skoruð í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla en það má sjá þau öll í meðfylgjandi myndbandi.

Murray missir af Opna franska

Skotinn Andy Murray á við bakmeiðsli að stríða og varð því að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu.

Gaf eina milljón dollara í neyðarsjóð

Kevin Durant, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta og leikmaður Oklahoma City, gaf eina milljón dollara til Rauða krossins vegna hamfarana í Oklahoma á dögunum.

Bjarni fær nýjan þjálfara

Bjarni Þór Viðarsson sér ef til vill fram á betri tíð hjá danska liðinu Silkeborg en liðið er komið með nýjan þjálfara.

Áhugaverð kenning um smálaxagöngur

Veiðin í ánni Tay í Skotlandi, sem er ein af bestu laxveiðiám Bretlandseyja, tók stökk í apríl samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram á breska vefnum The Telegraph.

Marksækinn og söngelskur Skagamaður

Hallur Flosason skoraði annað marka ÍA í 2-0 sigri á Fram í gær en ef til vill vita færri að hann er einnig stórefnilegur tónlistarmaður.

Suarez rakti boltann langoftast

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattraki.

Neymar til Barcelona eftir álfukeppnina

Brasilíska dagblaðið O Globo heldur því fram í dag að Neymar muni hefja æfingar hjá Barcelona eftir að Álfukeppninni lýkur þar í landi í sumar.

San Antonio komið í 2-0

Tony Parker var magnaður í mikilvægum sigri San Antonio á Memphis, 93-89, í framlengdum leik í lokaúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Lærið opnað að aftan

"Hún er með risastóran skurð eftir að lærið var opnað að aftan," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson um meiðsli Margrétar Láru Viðarsdóttur.

Sjá næstu 50 fréttir