Handbolti

Fékk risastóra holu í andlitið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ivan Nincevic
Ivan Nincevic

Eitt ljótasta brot sem sést hefur í þýska handboltanum í áraraðir átti sér stað í leik Hamburg og Füchse Berlin á þriðjudag. Aðeins 37 sekúndum fyrir leikslok gerði Torsten Jansen, leikmaður Hamburg, sér lítið fyrir og skallaði Ivan Nincevic, leikmann Berlin, fast í andlitið.Hamburg var að vinna leikinn örugglega og hegðunin óskiljanleg. Nincevic lá eftir rotaður og fossblæddi úr honum. Í fyrstu var óttast að hann væri með brotið kinnbein en svo var ekki. Hann fékk þó alvarlega heilahristing og stóran skurð á andlitið.„Það var risastór hola á andlitinu á honum,“ sagði Igor Vori, leikmaður Hamburg, eftir leikinn en Nincevic fékk fimm sentimetra skurð í andlitið.„Ég er kominn með ör fyrir lífstíð. Þetta var hræðilegt fyrir fjölskylduna. Mamma mín fékk taugaáfall og eiginkona mín grét stanslaust,“ sagði Nincevic en hann lá lengi hreyfingarlaus á vellinum og tók síðan kippi sem litu illa út.Jansen hefur beðist afsökunar en hann á engu að síður langt bann yfir höfði sér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.