Fleiri fréttir

Webber endurnýjar samninginn við Red Bull

Mark Webber, ökumaður Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur endurnýjað saming sinn við heimsmeistaraliðið. Hann skrifaði undir árslangan samning. Liðsfélagi Webbers verður áfram Sebastian Vettel.

Loks sigur hjá 20 ára landsliði Íslands

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann í dag eins marks sigur 24-23 á Serbíu á Evrópumeistaramótinu í Tyrklandi.

Elia valdi Werder Bremen

Hollendingurinn Eljero Elia er kominn aftur til Þýskalands eftir stutta dvöl hjá Juventus á Ítalíu. Werder Bremen keypti hann af Juve.

Chico Flores til liðs við Swansea

Spænski miðvörðurinn Jose Manuel Flores er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Swansea frá ítalska félaginu Genoa.

Solo féll á lyfjaprófi en fer samt á ÓL

Bandaríski kvennalandsliðsmarkvörðurinn Hope Solo má teljast heppin að fá að spila á ÓL í London eftir að hún féll á lyfjaprófi. Bandaríska lyfjaeftirlitið lét sér nægja á slá á puttana á henni.

Bronckhorst vildi ekki verða aðstoðarlandsliðsþjálfari

Giovanni van Bronckhorst, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, hefur hafnað boði hollenska landsliðsþjálfarans, Louis van Gaal, um að verða hluti af þjálfarateymi hollenska liðsins. Hann vill frekar vera unglingaþjálfari hjá Feyenoord.

Cameron líklega á leiðinni til Stoke

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Stoke City nálægt því að ganga frá kaupum á Geoff Cameron, varnarmanni Houston Dynamo í bandarísku MLS-deildinni.

Lloris líklega á leið til Spurs

Tottenham leggur nú höfuðáherslu á að tryggja sér þjónustu franska landsliðsmarkvarðarins, Hugo Lloris, og er til í að greiða Lyon um 14 milljónir punda fyrir markvörðinn.

Guðmundur: Mjög erfitt að velja hópinn

"Það var gríðarlega erfitt að velja hópinn og ekki síður erfitt að tjá þeim leikmönnum sem ekki fara með frá ákvörðun minni," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, en hann tilkynnti í morgun hvaða 15 leikmenn hann tekur með sér á ÓL í London.

Bolt búinn að ná fullri heilsu

Umboðsmaður Usain Bolt segir að fljótasti maður heims verði tilbúinn í að verja titla sína í 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í London en efasemdir eru um ástand hlauparans þessa dagana.

PSG ekki á eftir Van Persie og Pirlo

Menn bíða enn eftir því að hið nýríka franska félag, PSG, rífi almennilega upp veskið en þjálfari félagsins, Carlo Ancelotti, heldur merkilega fast um budduna þó þykk sé.

Rodgers útilokar ekki að lána Andy Carroll

Gengi framherjans Andy Carroll í herbúðum Liverpool hefur ekki gengið sem skildi síðan hann var keyptur á væna fjárhæð, 35 milljónir punda, frá Newcastle.

Stangveiði skilar þremur milljörðum í Borgarbyggð

Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stangveiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð; bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna.

Glæsimörk Alfreðs og Pálma Rafns

Alfreð Finnbogason og Pálmi Rafn Pálmason voru á skotskónum með liðum sínum í sænsku og norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Tíu Fjölnismenn náðu í stig gegn Þór

Fjölnismenn styrktu stöðu sína í 2. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Þór. Fjölnismenn léku manni færri stærstan hluta leiksins.

Gylfi Þór mættur til æfinga hjá Tottenham

André Villas-Boas stýrði sinni fyrstu æfingu sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur í London í dag þangað sem Gylfi Þór Sigurðsson var að sjálfsögðu mættur.

Alfreð tryggði Helsingborg stig gegn Hirti Loga

Alfreð Finnbogason skoraði sitt níunda mark á leiktíðinni þegar hann tryggði Helsingborg 1-1 jafntefli á útivelli gegn IFK Gautaborg. Mark Alfreðs var af glæsilegri gerðinni, beint úr aukaspyrnu á 85. mínútu.

Ferdinand: Ummæli Terry særðu mig

Réttarhöld í máli Antons Ferdinand gegn John Terry hófust í London í dag. Terry er sakaður um að hafa haft kynþáttafordóma í frammi gagnvart Ferdinand í viðureign QPR og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í október síðastliðnum.

Cavani og Suarez með Úrúgvæ í London

Framherjarnir Luis Suarez hjá Liverpool og Edinson Cavani, leikmaður Napoli, verða skærustu stjörnur knattspyrnulandsliðs Úrúgvæ á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Dinart gengur í raðir Paris Handball

Félag þeirra Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, Paris Handball, heldur áfram að styrkjast en nú hefur franska varnartröllið Didier Dinart ákveðið að semja við liðið.

Rúmlega fimmtíu manna hópur á leið til London

Ólympíuhópur Íslands var tilkynntur í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag en. Alls fara 27 íþróttamenn á leikana í London ásamt góðu fylgdarliði sem einnig eru 27. Eru það fararstjórar, liðsstjórar, læknar og fleiri.

Sjá næstu 50 fréttir