Ferdinand: Ummæli Terry særðu mig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2012 16:30 Terry mætir til réttarhaldanna í dag. Nordicphotos/Getty Réttarhöld í máli Antons Ferdinand gegn John Terry hófust í London í dag. Terry er sakaður um að hafa haft kynþáttafordóma í frammi gagnvart Ferdinand í viðureign QPR og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í október síðastliðnum. Vefsíða enska dagblaðsins Guardian greinir frá gangi mála í réttarsalnum í dag. Eftirfarandi frétt er byggð á frásögn miðilsins á málinu en hana má sjá hér. Terry neitaði í dag sök í málinu. Hann segir að orð sín, þar sem hann kallaði Ferdinand „andskotans svartan aumingja"*(„fucking black cunt"), hafi í raun verið kaldhæðnislegt svar sitt til Ferdinand eftir að sá síðarnefndi ásakaði sig um ummælin. Ferdinand sagði hins vegar fyrir dómnum í dag að hann hefði alls ekki tekið eftir ummælum Terry fyrr en að leik loknum. Þá hafi kærasta hans sýnt honum myndband af youtube af umræddu atviki. Ferdinand minnti Terry á framhjáhaldið með fyrrverandi konu Bridge„Það hefði augljóslega sært mig mikið," sagði Ferdinand aðspurður hvernig hann hefði brugðist við hefði hann heyrt orð Terry á vellinum. Ferdinand sagðist ekki geta kvartað undan því að vera kallaður aumingi. Það tíðkaðist á knattspyrnuvellinum. „En þegar einhver leggur áherslu á litarhátt þinn er stærðargráðan allt önnur og særir mann mikið," sagði Ferdinand sem fór yfir gang mála á Loftus Road í október. Að sögn Ferdinand kallaði Terry sig aumingja sem svaraði á móti og minnti Terry á að hann hefði sofið hjá kærustu fyrrverandi liðsfélaga síns, Wayne Bridge, hjá Chelsea. Þá sagðist Ferdinand hafa gert niðrandi handahreyfingar til merkis um kynlíf til að leggja áherslu á fyrrnefnt ástarsamband Terry og fyrrverandi konu Bridge. Ashley Cole hafi svo komið til Ferdinand eftir leikinn og sagt að hann gæti ekki talað til JT (John Terry) með þessum hætti. Sættir í búningsklefanum að leik loknum.Ferdinand segist hafa verið beðinn um að ræða við John Terry í búningsklefa Chelsea að leik loknum að ósk Terry. Þar hafi Terry spurt Ferdinand hvort hann teldi Terry hafa haft kynþáttafordóma í frammi. „Ég sagði nei. Ég sagðist aldrei hafa haldið því fram," segist Ferdinand hafa sagt. Ashley Cole hafi þá ítrekað spurninguna þar sem hann taldi Ferdinand hafa ásakað Terry um kynþáttafordóma í spjalli við sig. Því neitaði Ferdinand einnig. Að því loknu hafi Terry og Ferdinand samþykkt að um hefðbundinn orðaslag hafi verið að ræða sem ekki þyrfti að dvelja lengur við. Um klukkustund eftir leikinn segist Ferdinand hafa hitt kærustu sína sem hafi spurt sig um meintan kynþáttaníð Terry. Aftur þverneitaði Ferdinand að hafa orðið fyrir þeim. Þá hafi kærastan sýnt Ferdinand atvikið á myndbandsupptöku í síma sínum og þá hafi málið tekið nýja stefnu. Ferdinand hafi verið sannfærður um að kynþáttafordómar hafi verið hafðir í frammi. Málinu verður framhaldið á morgun. Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Terry hefjast í dag John Terry, fyrirliði Chelsea, mun eyða deginum í réttarsal en þá hefjast loksins réttarhöld yfir honum vegna meints kynþáttaníðs í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR. 9. júlí 2012 09:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Réttarhöld í máli Antons Ferdinand gegn John Terry hófust í London í dag. Terry er sakaður um að hafa haft kynþáttafordóma í frammi gagnvart Ferdinand í viðureign QPR og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í október síðastliðnum. Vefsíða enska dagblaðsins Guardian greinir frá gangi mála í réttarsalnum í dag. Eftirfarandi frétt er byggð á frásögn miðilsins á málinu en hana má sjá hér. Terry neitaði í dag sök í málinu. Hann segir að orð sín, þar sem hann kallaði Ferdinand „andskotans svartan aumingja"*(„fucking black cunt"), hafi í raun verið kaldhæðnislegt svar sitt til Ferdinand eftir að sá síðarnefndi ásakaði sig um ummælin. Ferdinand sagði hins vegar fyrir dómnum í dag að hann hefði alls ekki tekið eftir ummælum Terry fyrr en að leik loknum. Þá hafi kærasta hans sýnt honum myndband af youtube af umræddu atviki. Ferdinand minnti Terry á framhjáhaldið með fyrrverandi konu Bridge„Það hefði augljóslega sært mig mikið," sagði Ferdinand aðspurður hvernig hann hefði brugðist við hefði hann heyrt orð Terry á vellinum. Ferdinand sagðist ekki geta kvartað undan því að vera kallaður aumingi. Það tíðkaðist á knattspyrnuvellinum. „En þegar einhver leggur áherslu á litarhátt þinn er stærðargráðan allt önnur og særir mann mikið," sagði Ferdinand sem fór yfir gang mála á Loftus Road í október. Að sögn Ferdinand kallaði Terry sig aumingja sem svaraði á móti og minnti Terry á að hann hefði sofið hjá kærustu fyrrverandi liðsfélaga síns, Wayne Bridge, hjá Chelsea. Þá sagðist Ferdinand hafa gert niðrandi handahreyfingar til merkis um kynlíf til að leggja áherslu á fyrrnefnt ástarsamband Terry og fyrrverandi konu Bridge. Ashley Cole hafi svo komið til Ferdinand eftir leikinn og sagt að hann gæti ekki talað til JT (John Terry) með þessum hætti. Sættir í búningsklefanum að leik loknum.Ferdinand segist hafa verið beðinn um að ræða við John Terry í búningsklefa Chelsea að leik loknum að ósk Terry. Þar hafi Terry spurt Ferdinand hvort hann teldi Terry hafa haft kynþáttafordóma í frammi. „Ég sagði nei. Ég sagðist aldrei hafa haldið því fram," segist Ferdinand hafa sagt. Ashley Cole hafi þá ítrekað spurninguna þar sem hann taldi Ferdinand hafa ásakað Terry um kynþáttafordóma í spjalli við sig. Því neitaði Ferdinand einnig. Að því loknu hafi Terry og Ferdinand samþykkt að um hefðbundinn orðaslag hafi verið að ræða sem ekki þyrfti að dvelja lengur við. Um klukkustund eftir leikinn segist Ferdinand hafa hitt kærustu sína sem hafi spurt sig um meintan kynþáttaníð Terry. Aftur þverneitaði Ferdinand að hafa orðið fyrir þeim. Þá hafi kærastan sýnt Ferdinand atvikið á myndbandsupptöku í síma sínum og þá hafi málið tekið nýja stefnu. Ferdinand hafi verið sannfærður um að kynþáttafordómar hafi verið hafðir í frammi. Málinu verður framhaldið á morgun.
Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Terry hefjast í dag John Terry, fyrirliði Chelsea, mun eyða deginum í réttarsal en þá hefjast loksins réttarhöld yfir honum vegna meints kynþáttaníðs í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR. 9. júlí 2012 09:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Réttarhöldin yfir Terry hefjast í dag John Terry, fyrirliði Chelsea, mun eyða deginum í réttarsal en þá hefjast loksins réttarhöld yfir honum vegna meints kynþáttaníðs í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR. 9. júlí 2012 09:00