Enski boltinn

Chico Flores til liðs við Swansea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flores í baráttu við Lionel Messi í spænska boltanum.
Flores í baráttu við Lionel Messi í spænska boltanum. Nordicphotos/Getty
Spænski miðvörðurinn Jose Manuel Flores er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Swansea frá ítalska félaginu Genoa.

Flores, sem alla jafna gengur undir nafninu Chico, skrifaði undir þriggja ára samning við Svanina en kaupverðið er tvær milljónir punda eða sem nemur tvö hundruð milljónum íslenskra króna.

Chico hittir fyrir knattspyrnustjórann Michael Laudrup hjá Swansea en Chico var í láni hjá Mallorca í spænska boltanum á síðustu leiktíð er Laudrup þjálfaði liðið.

„Hann var ein stærsta ástæða þess að ég skrifaði undir. Hann þekkir mig persónulega og sem leikmann þannig að það var mikill heiður að mér var sýndur áhugi," sagði Chico sem leikið hefur með yngri landsliðum Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×