Sport

Bolt búinn að ná fullri heilsu

Umboðsmaður Usain Bolt segir að fljótasti maður heims verði tilbúinn í að verja titla sína í 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í London en efasemdir eru um ástand hlauparans þessa dagana.

Bolt tapaði fyrir Yohan Blake í bæði 100 og 200 metrunum á úrtökumóti Jamaíkumanna fyrir mótið og svo er hann meiddur í augnablikinu. Flaug hann til Þýskalands í meðferð vegna meiðslanna.

"Hann er orðinn góður og farinn að æfa af fullum krafti. Það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði umbinn.

Umbinn viðurkenndi þó að Bolt hefði ekki alveg gengið heill til skógar á úrtökumótinu og nauðsynlegt hefði verið að fara í meðferð í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×