Sport

Rúmlega fimmtíu manna hópur á leið til London

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, tilkynnir íslenska hópinn í dag.
Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, tilkynnir íslenska hópinn í dag. mynd/valli
Ólympíuhópur Íslands var tilkynntur í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag en. Alls fara 27 íþróttamenn á leikana í London ásamt góðu fylgdarliði sem einnig eru 27. Eru það fararstjórar, liðsstjórar, læknar og fleiri.

Keppendurnir taka þátt í sex íþróttagreinum. Fyrir utan handboltalandsliðið, sem ekki er búið að tilkynna, taka eftirfarandi þátt:

Badminton:

Ragna Ingólfsdóttir

Frjálsíþróttir:

Ásdís Hjálmsdóttir - spjótkast

Kári Steinn Karlsson - maraþon

Óðinn Björn Þorsteinsson - kúluvarp

Júdó:

Þormóður Árni Jónsson

Skotfimi:

Ásgeir Sigurgeirsson

Sund:

Anton Sveinn McKee

Árni Már Árnason

Eygló Ósk Gústafsdóttir

Eva Hannesdóttir

Hrafnhildur Lúthersdóttir

Jakob Jóhann Sveinsson

Sarah Blake Bateman

Einnig fara tveir dómarar á leikana. Það eru Björn Magnús Tómasson fimleikadómari og Hlynur Gissurarson í taekwondo.

Einnig munu Íslendingar koma að lyfjaeftirlitsstörfum.

Íslenski hópurinn mun klæðast fatnaði frá Nike í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×