Fleiri fréttir Pepsi-mörkin: Reynir Leósson fékk kveðjugjöf Reynir Leósson, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport, er hættur að spila fótbolta en hann hefur leikið með Víkingum í næst efstu deild í sumar. Reynir lék lengst af með ÍA á Akanesi og hann var um tíma atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir fékk kveðjugjöf í Pepsi-mörkunum í gærkvöld þar sem eina deildarmark varnarmannsins sterka var í aðalhlutverki og hljómsveitin Chicago sá um tónlistina. 17.7.2012 11:00 Capello gerði risasamning við Rússa Fabio Capello gerði risasamning við knattspyrnusamband Rússland en hann mun stýra karlalandsliði Rússa næstu misserin. Hinn 66 ára gamli Ítali gerði tveggja ára samning við Rússa sem tryggir honum rétt um 3 milljarða kr. í laun á tímabilinu. 17.7.2012 10:15 West Ham vill fá Dimitar Berbatov Forráðamenn nýliða West Ham hafa áhuga á því að klófesta búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov og styrkja þar með liðið fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni. West Ham hafði áður sýnt því áhuga á að fá Andy Carroll framherja Liverpool í sínar raðir en framtíð hans hjá Liverpool virðist vera afar óljós. 17.7.2012 09:59 Ferguson segir að Vidic verði klár í slaginn með Man Utd Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti í gær að serbneski landsliðsmaðurinn Nemanja Vidic verði klár í slaginn með liðinu þegar keppnistímabilið í ensku úrvaslsdeildinni hefst í ágúst. Vidic, sem var fyrirliði Man Utd á síðustu leiktíð, slasaðist illa á hné í leik í Meistaradeildinni gegn Basel í sviss en leikurinn fór fram í desember. 17.7.2012 09:00 Uppgert veiðihús við Miðdalsá tilbúið Miðdalsá er tveggja stanga á með góðri sjóbleikjuveiði auk þess að laxveiðivon er í ánni en fimm þúsund laxaseiðum var sleppt vorið 2011 sem ættu að skila sér aftur núna í sumar. 17.7.2012 13:15 Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil 17.7.2012 11:35 KR-útvarpið lýsir beint frá HJK Helsinki og KR KR-útvarpið mun lýsa beint frá leik HJK Helsinki og KR í meistaradeildinni í dag. Þetta verður 350 útsending KR-útvarpsins frá upphafi en fyrsta útsending var 15. maí 1999. Þetta er í 15. skipti sem KR-útvarpið útvarpar beint frá útlöndum og 15 landið sem það heimsækir. Lýsingar hafa verið frá Skotlandi, Möltu, Danmörku, Albaníu, Armeníu, Írlandi, Svíþjóð, Grikklandi, Sviss, Norður Írlandi, Úkraínu, Færeyjum, Slóvakíu, Georgíu og nú frá Finnlandi. 17.7.2012 11:13 Blindfullur Jason Kidd keyrði á símastaur Körfuknattleiksmaðurinn Jason Kidd lenti í umferðarslysi nærri heimili sínu á Long Island í New York-fylki aðfaranótt sunnudags. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. 16.7.2012 23:30 Árni: Ég harma það að missa Helenu Helena Ólafsdóttir hætti með FH þrátt fyrir ósk FH-inga um að hún héldi áfram starfi sínu hjá félaginu. Þetta staðfesti Árni Guðmundsson, formaður rekstrarstjórnar meistaraflokks kvenna hjá FH, í samtali við Vísi í kvöld. 16.7.2012 23:15 Skagamenn skoruðu mörkin | Myndasyrpa Skagamenn pökkuðu Selfyssingum saman 4-0 í viðureign liðanna á Skipaskaga í kvöld. Skagamenn leiddu með marki í hálfleik en skoruðu þrjú í síðari hálfleik og fögnuðu sínum fyrsta sigri frá því 20. maí. 16.7.2012 23:03 Draumur Daníels Leós breyttist í martröð | Myndasyrpa Hinn sextán ára Daníel Leó Gretarsson kom inn í lið Grindavíkur á síðustu stundu vegna meiðsla sem Mikael Eklund varð fyrir í upphitun. Daníel kom gestunum yfir en gaf að lokum vítaspyrnuna sem tryggði Fylki sigur í leiknum. 16.7.2012 22:30 Stjörnumenn misstu af tækifærinu gegn Blikum | Myndasyrpa Stjörnunni mistókst að nýta sér töpuð stig FH-inga og KR-inga gegn Blikum í kvöld. Þeir náðu þó einu stigi úr leiknum en Blikar höfðu forystu langt fram í síðari hálfleik. 16.7.2012 22:23 Gary Martin á leið til KR Knattspyrnukappinn Gary Martin hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Pepsi-deildarlið Skagamanna. 16.7.2012 21:41 Grosjean fær fimm sæta víti í Þýskalandi Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. 16.7.2012 21:30 Allir verðlaunahafar í London fara í lyfjapróf Lyfjaeftirlitið á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í London í sumar verður það mesta í sögu leikanna. Helmingur allra keppenda verður prófaður en 150 vísindamenn munu framkvæma um 6000 lyfjapróf. BBC greinir frá þessu. 16.7.2012 20:00 Annie Mist: Maður þorir aldrei að búast við því að vinna Annie Mist Þórisdóttir segist hafa fundið fyrir meiri pressu að vinna Heimsleikana í Crossfit í ár en í fyrra. Hún segist þó aldrei hafa þorað að búast við sigri en viðurkennir að vonbrigðin hefðu orðið mikil hefði hún hafnað utan efstu þriggja sætanna. 16.7.2012 19:30 Helena Ólafsdóttir hætt hjá FH Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun meistaraflokksliðs kvenna í knattspyrnu hjá FH. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu hennar og meistaraflokksráðs Fimleikafélagsins sem birt var á heimasíðu félagsins í dag. 16.7.2012 18:38 Danskur landsliðsmaður til Vals Danski framherjinn Johanna Rasmussen er gengin í raðir Valskvenna á láni frá Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag. 16.7.2012 18:00 Elfar Freyr í leit að nýju liði Miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason hefur sagt upp samningi sínum við AEK Aþenu í Grikklandi. Kappinn leitar nú að nýju liði erlendis. Umboðsmannaskrifstofa Elfars Freys staðfestir þetta á Twitter í dag. 16.7.2012 17:30 Dundee tekur sæti Rangers í skosku úrvalsdeildinni Dundee verður tólfta félagið í skosku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Félagið tekur sæti Rangers sem hefur leik í haust í fjórðu efstu deild en félagið er í greiðslustöðvun. 16.7.2012 17:15 Gunnhildur Yrsa: Alltaf gott að spila á teppinu Við erum sátt við að fá heimaleik, það er alltaf gott að spila á "teppinu“ í Garðabæ,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar eftir að ljóst var að Stjarnan mætir liði Þórs/KA í undanúrslitum Borgunarbikarsins. 16.7.2012 16:15 Páll Einarsson: Tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli "Það er tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli en vissulega hefðum við viljað fá heimaleik,“ sagði Páll Einarsson þjálfari Þróttar eftir að ljóst var að liðið mætir Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fótbolta karla. Þróttur er í næst efstu deild og liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni það sem ef er sumri. 16.7.2012 16:00 Ólafur Örn: Höfum ekki spilað heimaleik í þessari keppni "Við höfum ekki spilað heimaleik í þessari keppni fram til þessa og það hefur ekki skipt neinu máli,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason leikmaður Grindavíkur eftir að ljóst var að liðið fékk bikarmeistaralið KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. 16.7.2012 15:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1 Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. 16.7.2012 15:43 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Grindavík 2-1 Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Fylki 2-1 sigur á vængbrotnu liði Grindavíkur í Árbænum. 16.7.2012 15:39 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Selfoss 4-0 ÍA vann öruggan 4-0 sigur á Selfoss í kvöld á heimavelli sínum á Akranesi. ÍA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum og gjörsigraði nýliðaslaginn. Staðan í hálfleik var 1-0. 16.7.2012 15:37 Daníel Laxdal: Var alveg sama hvað lið við myndum fá "Ég er mjög ánægður með að fá heimaleik, en við höfum verið á heimavelli fram til þessa í keppninni. Mér var alveg sama hvaða lið við myndum fá,“ sagði Daníel Laxdal leikmaður Stjörnunnar eftir að ljóst var að liðið fær 1. deildarlið Þróttar í undanúrslitum Borgunarbikarsins. 16.7.2012 15:30 Lilja Dögg er sátt við að fá heimaleik gegn Val Lilja Dögg Valþórsdóttir leikmaður KR var sátt við að fá heimaleik gegn bikarmeistaraliði Vals í undanúrslitum Borgunarbikarsins. "Ég er sátt við það fá heimaleik, en það skiptir engu máli hvernig staðan er í deildinni. Við mættumst í úrslitaleiknum á síðasta ári. Ég hlakka til að mæta Val og ég held að bæði lið ætli sér að sýna það að þau geti meira en staða þeirra sýnir í deildinni,“ sagði Lilja Dögg. 16.7.2012 14:32 Bíllinn ekki áhrifavaldur í slysi De Villota Marussia-liðið hefur lokið rannsókn sinni á því hvað olli slysi Mariu de Villota fyrir tveimur vikum. Maria er tilraunaökuþór liðsins og var að prófa bílinn á flugbraut á Englandi þegar slysið varð. 16.7.2012 14:30 Rakel Logadóttir: Ætlum að sjálfsögðu að verja titilinn "Mér líst bara mjög vel á að fá KR,“ sagði Rakel Logadóttir leikmaður Vals í dag þegar ljóst var að bikarmeistaralið Vals fékk útileik gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna. Dregið var í hádeginu í dag. Þessi lið áttust við í úrslitum keppninnar í fyrra. 16.7.2012 14:22 Krzyzewski hefði valið Luol Deng í bandaríska landsliðið Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla er þessa dagana að leggja lokahöndina á titilvörn sína fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í London í lok júlí. Bandaríska liðið er þessa stundina við æfingar í Manchester á Englandi þar sem liðið mun leika æfingaleik gegn Bretlandi á fimmtudag. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska liðsins, segir að Luol Deng, leikmaður breska liðsins hefði líklega verið valinn í bandaríska liðið ef hann hefði verið með rétt ríkisfang. 16.7.2012 14:00 Ibrahimovic vill launahækkun hjá PSG Zlatan Ibrahimovic hefur verið sterklega orðaður við franska liðið PSG að undanförnu og formlegar viðræður hafa staðið yfir um vistaskipti hans frá AC Milan á Ítalíu. Sænski landsliðsmaðurinn er samningsbundinn AC Milan fram til loka ársins 2015 og er talið að PSG sé reiðubúið að greiða rétt rúmlega 50 milljónir punda fyrir Ibrahimovic og brasilíska varnarmanninn Thiago Silva – sem nemur rétt um 10 milljörðum kr. 16.7.2012 13:00 Borgunarbikarkeppnin: KR sækir Grindavík heim | Stjarnan fékk Þrótt Stjarnan og 1. deildarlið Þróttar eigast við í undaúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í karlaflokki, og Grindavík fær bikarmeistaralið KR í heimsókn. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. Fyrst var dregið um hvaða lið fengu heimaleiki og komu Stjarnan og Grindavík upp fyrst. Undanúrslitaleikirnir fara fram 1. og 2. ágúst. 16.7.2012 12:34 Berbatov vill fá svör um framtíð sína hjá Man Utd Dimitar Berbatov er ekki sáttur við stöðu sína hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United og hann vill komast frá liðinu. Hinn 31 árs gamli framherji frá Búlgaríu var í algjöru aukahlutverki hjá Man United á síðustu leiktíð og hann segir í færslu á fésbókarsíðu sinni að það væri best fyrir alla aðila ef hann færi frá félaginu. 16.7.2012 12:30 Borgunarbikarkeppnin: Valur mætir KR | Stjarnan gegn Þór/KA Stjarnan og KR fengu heimaleiki þegar dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag. KR fær bikarmeistaralið Vals í heimsókn en þessi lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra á Laugardalsvelli. Íslandsmeistaralið Stjörnunnar mætir liði Þórs/KA í hinni undanúrslitaviðureigninni. 16.7.2012 12:25 Capello tekur við rússneska landsliðinu Fabio Capello var í dag ráðinn sem landsliðsþjálfari Rússlands en samningaviðræður höfðu staðið yfir í nokkrar vikur. Nikita Simonjan, varaforseti rússneska knattspyrnusambandsins, greindi frá ráðningu Ítalans í dag. 16.7.2012 11:30 Woods mættur til Englands | býst við erfiðum aðstæðum Tiger Woods er mættur til Englands þar sem hann undirbýr sig fyrir opna breska meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi. Bandaríski kylfingurinn, sem hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum sagði eftir fyrsta æfingahringinn að karginn utan brautar væri gríðarlega erfiður á vellinum og á nokkrum stöðum væri ekki hægt að leika boltanum úr slíkri stöðu. 16.7.2012 10:45 Real Madrid og Tottenham nálgast samkomulag um Modric Spænska meistaraliðið Real Madrid og króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric er skrefi nær því að leikmaðurinn gangi í raðir félagsins frá Tottenham á Englandi. Daily Mail greinir frá því að Tottenham muni fá allt að 30 milljónir punda fyrir leikmanninn eða sem nemur um 6 milljörðum ísl. kr. Hinn 26 ára gamli miðvallarleikmaður hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi og PSG í Frakklandi. 16.7.2012 10:00 Liverpool ætlar ekki að lána Carroll til Newcastle Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool ætla ekki að taka tilboði Newcastle í enska landsliðsframherjann Andy Carroll. Newcastle hafði áhuga á að fá fyrrum leikmann liðsins að láni út næstu leiktíð og taka þátt í því að greiða laun leikmannsins sem er með um 16 milljónir kr. í laun á viku eða 80.000 pund. 16.7.2012 09:15 Johnson tryggði sér sigur eftir bráðabana Bandaríski kylfingurinn Zach Johnson fagnaði sigri á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Johnnson hafði betur gegn landa sínum Troy Matteson í bráðabana en þeir voru báðir 20 höggum undir pari að loknum 72 holum. 16.7.2012 09:00 Guðmundur: Óli hefur ekki verið svona góður í tíu ár Guðmundur Guðmundsson hrósar landsliðsfyrirliðanum Ólafi Stefánssyni í hástert. Ólafur er í ótrúlegu formi og skoraði tíu mörk í ellefu skotum gegn Túnis í gær. Hreiðar Levý Guðmundsson sneri þá töpuðum leik við með hreint út sagt magnaðri markvörslu á síðustu fimmtán mínútum leiksins. 16.7.2012 07:30 Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. 16.7.2012 06:45 Enginn yfirburðamaður á Íslandi Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segir jákvæða þróun vera í íslenska golfinu. Það sé ekki lengur einn yfirburðamaður á landinu og breiddin sé orðin það mikil að menn þurfi að vera á tánum til þess að fá sæti í landsliðinu. 16.7.2012 06:00 Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiðimaður fékk fjóra stórlaxa í Bíldsfellinu. Annar missti fótana og fór á flot en náði að koma sér í land enda í flotvesti. 16.7.2012 21:20 Náði 101 sentímetra hæng á fimmuna Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund. 16.7.2012 11:24 Sjá næstu 50 fréttir
Pepsi-mörkin: Reynir Leósson fékk kveðjugjöf Reynir Leósson, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport, er hættur að spila fótbolta en hann hefur leikið með Víkingum í næst efstu deild í sumar. Reynir lék lengst af með ÍA á Akanesi og hann var um tíma atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir fékk kveðjugjöf í Pepsi-mörkunum í gærkvöld þar sem eina deildarmark varnarmannsins sterka var í aðalhlutverki og hljómsveitin Chicago sá um tónlistina. 17.7.2012 11:00
Capello gerði risasamning við Rússa Fabio Capello gerði risasamning við knattspyrnusamband Rússland en hann mun stýra karlalandsliði Rússa næstu misserin. Hinn 66 ára gamli Ítali gerði tveggja ára samning við Rússa sem tryggir honum rétt um 3 milljarða kr. í laun á tímabilinu. 17.7.2012 10:15
West Ham vill fá Dimitar Berbatov Forráðamenn nýliða West Ham hafa áhuga á því að klófesta búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov og styrkja þar með liðið fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni. West Ham hafði áður sýnt því áhuga á að fá Andy Carroll framherja Liverpool í sínar raðir en framtíð hans hjá Liverpool virðist vera afar óljós. 17.7.2012 09:59
Ferguson segir að Vidic verði klár í slaginn með Man Utd Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti í gær að serbneski landsliðsmaðurinn Nemanja Vidic verði klár í slaginn með liðinu þegar keppnistímabilið í ensku úrvaslsdeildinni hefst í ágúst. Vidic, sem var fyrirliði Man Utd á síðustu leiktíð, slasaðist illa á hné í leik í Meistaradeildinni gegn Basel í sviss en leikurinn fór fram í desember. 17.7.2012 09:00
Uppgert veiðihús við Miðdalsá tilbúið Miðdalsá er tveggja stanga á með góðri sjóbleikjuveiði auk þess að laxveiðivon er í ánni en fimm þúsund laxaseiðum var sleppt vorið 2011 sem ættu að skila sér aftur núna í sumar. 17.7.2012 13:15
KR-útvarpið lýsir beint frá HJK Helsinki og KR KR-útvarpið mun lýsa beint frá leik HJK Helsinki og KR í meistaradeildinni í dag. Þetta verður 350 útsending KR-útvarpsins frá upphafi en fyrsta útsending var 15. maí 1999. Þetta er í 15. skipti sem KR-útvarpið útvarpar beint frá útlöndum og 15 landið sem það heimsækir. Lýsingar hafa verið frá Skotlandi, Möltu, Danmörku, Albaníu, Armeníu, Írlandi, Svíþjóð, Grikklandi, Sviss, Norður Írlandi, Úkraínu, Færeyjum, Slóvakíu, Georgíu og nú frá Finnlandi. 17.7.2012 11:13
Blindfullur Jason Kidd keyrði á símastaur Körfuknattleiksmaðurinn Jason Kidd lenti í umferðarslysi nærri heimili sínu á Long Island í New York-fylki aðfaranótt sunnudags. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. 16.7.2012 23:30
Árni: Ég harma það að missa Helenu Helena Ólafsdóttir hætti með FH þrátt fyrir ósk FH-inga um að hún héldi áfram starfi sínu hjá félaginu. Þetta staðfesti Árni Guðmundsson, formaður rekstrarstjórnar meistaraflokks kvenna hjá FH, í samtali við Vísi í kvöld. 16.7.2012 23:15
Skagamenn skoruðu mörkin | Myndasyrpa Skagamenn pökkuðu Selfyssingum saman 4-0 í viðureign liðanna á Skipaskaga í kvöld. Skagamenn leiddu með marki í hálfleik en skoruðu þrjú í síðari hálfleik og fögnuðu sínum fyrsta sigri frá því 20. maí. 16.7.2012 23:03
Draumur Daníels Leós breyttist í martröð | Myndasyrpa Hinn sextán ára Daníel Leó Gretarsson kom inn í lið Grindavíkur á síðustu stundu vegna meiðsla sem Mikael Eklund varð fyrir í upphitun. Daníel kom gestunum yfir en gaf að lokum vítaspyrnuna sem tryggði Fylki sigur í leiknum. 16.7.2012 22:30
Stjörnumenn misstu af tækifærinu gegn Blikum | Myndasyrpa Stjörnunni mistókst að nýta sér töpuð stig FH-inga og KR-inga gegn Blikum í kvöld. Þeir náðu þó einu stigi úr leiknum en Blikar höfðu forystu langt fram í síðari hálfleik. 16.7.2012 22:23
Gary Martin á leið til KR Knattspyrnukappinn Gary Martin hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Pepsi-deildarlið Skagamanna. 16.7.2012 21:41
Grosjean fær fimm sæta víti í Þýskalandi Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. 16.7.2012 21:30
Allir verðlaunahafar í London fara í lyfjapróf Lyfjaeftirlitið á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í London í sumar verður það mesta í sögu leikanna. Helmingur allra keppenda verður prófaður en 150 vísindamenn munu framkvæma um 6000 lyfjapróf. BBC greinir frá þessu. 16.7.2012 20:00
Annie Mist: Maður þorir aldrei að búast við því að vinna Annie Mist Þórisdóttir segist hafa fundið fyrir meiri pressu að vinna Heimsleikana í Crossfit í ár en í fyrra. Hún segist þó aldrei hafa þorað að búast við sigri en viðurkennir að vonbrigðin hefðu orðið mikil hefði hún hafnað utan efstu þriggja sætanna. 16.7.2012 19:30
Helena Ólafsdóttir hætt hjá FH Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun meistaraflokksliðs kvenna í knattspyrnu hjá FH. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu hennar og meistaraflokksráðs Fimleikafélagsins sem birt var á heimasíðu félagsins í dag. 16.7.2012 18:38
Danskur landsliðsmaður til Vals Danski framherjinn Johanna Rasmussen er gengin í raðir Valskvenna á láni frá Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag. 16.7.2012 18:00
Elfar Freyr í leit að nýju liði Miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason hefur sagt upp samningi sínum við AEK Aþenu í Grikklandi. Kappinn leitar nú að nýju liði erlendis. Umboðsmannaskrifstofa Elfars Freys staðfestir þetta á Twitter í dag. 16.7.2012 17:30
Dundee tekur sæti Rangers í skosku úrvalsdeildinni Dundee verður tólfta félagið í skosku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Félagið tekur sæti Rangers sem hefur leik í haust í fjórðu efstu deild en félagið er í greiðslustöðvun. 16.7.2012 17:15
Gunnhildur Yrsa: Alltaf gott að spila á teppinu Við erum sátt við að fá heimaleik, það er alltaf gott að spila á "teppinu“ í Garðabæ,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar eftir að ljóst var að Stjarnan mætir liði Þórs/KA í undanúrslitum Borgunarbikarsins. 16.7.2012 16:15
Páll Einarsson: Tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli "Það er tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli en vissulega hefðum við viljað fá heimaleik,“ sagði Páll Einarsson þjálfari Þróttar eftir að ljóst var að liðið mætir Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fótbolta karla. Þróttur er í næst efstu deild og liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni það sem ef er sumri. 16.7.2012 16:00
Ólafur Örn: Höfum ekki spilað heimaleik í þessari keppni "Við höfum ekki spilað heimaleik í þessari keppni fram til þessa og það hefur ekki skipt neinu máli,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason leikmaður Grindavíkur eftir að ljóst var að liðið fékk bikarmeistaralið KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. 16.7.2012 15:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1 Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. 16.7.2012 15:43
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Grindavík 2-1 Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Fylki 2-1 sigur á vængbrotnu liði Grindavíkur í Árbænum. 16.7.2012 15:39
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Selfoss 4-0 ÍA vann öruggan 4-0 sigur á Selfoss í kvöld á heimavelli sínum á Akranesi. ÍA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum og gjörsigraði nýliðaslaginn. Staðan í hálfleik var 1-0. 16.7.2012 15:37
Daníel Laxdal: Var alveg sama hvað lið við myndum fá "Ég er mjög ánægður með að fá heimaleik, en við höfum verið á heimavelli fram til þessa í keppninni. Mér var alveg sama hvaða lið við myndum fá,“ sagði Daníel Laxdal leikmaður Stjörnunnar eftir að ljóst var að liðið fær 1. deildarlið Þróttar í undanúrslitum Borgunarbikarsins. 16.7.2012 15:30
Lilja Dögg er sátt við að fá heimaleik gegn Val Lilja Dögg Valþórsdóttir leikmaður KR var sátt við að fá heimaleik gegn bikarmeistaraliði Vals í undanúrslitum Borgunarbikarsins. "Ég er sátt við það fá heimaleik, en það skiptir engu máli hvernig staðan er í deildinni. Við mættumst í úrslitaleiknum á síðasta ári. Ég hlakka til að mæta Val og ég held að bæði lið ætli sér að sýna það að þau geti meira en staða þeirra sýnir í deildinni,“ sagði Lilja Dögg. 16.7.2012 14:32
Bíllinn ekki áhrifavaldur í slysi De Villota Marussia-liðið hefur lokið rannsókn sinni á því hvað olli slysi Mariu de Villota fyrir tveimur vikum. Maria er tilraunaökuþór liðsins og var að prófa bílinn á flugbraut á Englandi þegar slysið varð. 16.7.2012 14:30
Rakel Logadóttir: Ætlum að sjálfsögðu að verja titilinn "Mér líst bara mjög vel á að fá KR,“ sagði Rakel Logadóttir leikmaður Vals í dag þegar ljóst var að bikarmeistaralið Vals fékk útileik gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna. Dregið var í hádeginu í dag. Þessi lið áttust við í úrslitum keppninnar í fyrra. 16.7.2012 14:22
Krzyzewski hefði valið Luol Deng í bandaríska landsliðið Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla er þessa dagana að leggja lokahöndina á titilvörn sína fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í London í lok júlí. Bandaríska liðið er þessa stundina við æfingar í Manchester á Englandi þar sem liðið mun leika æfingaleik gegn Bretlandi á fimmtudag. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska liðsins, segir að Luol Deng, leikmaður breska liðsins hefði líklega verið valinn í bandaríska liðið ef hann hefði verið með rétt ríkisfang. 16.7.2012 14:00
Ibrahimovic vill launahækkun hjá PSG Zlatan Ibrahimovic hefur verið sterklega orðaður við franska liðið PSG að undanförnu og formlegar viðræður hafa staðið yfir um vistaskipti hans frá AC Milan á Ítalíu. Sænski landsliðsmaðurinn er samningsbundinn AC Milan fram til loka ársins 2015 og er talið að PSG sé reiðubúið að greiða rétt rúmlega 50 milljónir punda fyrir Ibrahimovic og brasilíska varnarmanninn Thiago Silva – sem nemur rétt um 10 milljörðum kr. 16.7.2012 13:00
Borgunarbikarkeppnin: KR sækir Grindavík heim | Stjarnan fékk Þrótt Stjarnan og 1. deildarlið Þróttar eigast við í undaúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í karlaflokki, og Grindavík fær bikarmeistaralið KR í heimsókn. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. Fyrst var dregið um hvaða lið fengu heimaleiki og komu Stjarnan og Grindavík upp fyrst. Undanúrslitaleikirnir fara fram 1. og 2. ágúst. 16.7.2012 12:34
Berbatov vill fá svör um framtíð sína hjá Man Utd Dimitar Berbatov er ekki sáttur við stöðu sína hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United og hann vill komast frá liðinu. Hinn 31 árs gamli framherji frá Búlgaríu var í algjöru aukahlutverki hjá Man United á síðustu leiktíð og hann segir í færslu á fésbókarsíðu sinni að það væri best fyrir alla aðila ef hann færi frá félaginu. 16.7.2012 12:30
Borgunarbikarkeppnin: Valur mætir KR | Stjarnan gegn Þór/KA Stjarnan og KR fengu heimaleiki þegar dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag. KR fær bikarmeistaralið Vals í heimsókn en þessi lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra á Laugardalsvelli. Íslandsmeistaralið Stjörnunnar mætir liði Þórs/KA í hinni undanúrslitaviðureigninni. 16.7.2012 12:25
Capello tekur við rússneska landsliðinu Fabio Capello var í dag ráðinn sem landsliðsþjálfari Rússlands en samningaviðræður höfðu staðið yfir í nokkrar vikur. Nikita Simonjan, varaforseti rússneska knattspyrnusambandsins, greindi frá ráðningu Ítalans í dag. 16.7.2012 11:30
Woods mættur til Englands | býst við erfiðum aðstæðum Tiger Woods er mættur til Englands þar sem hann undirbýr sig fyrir opna breska meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi. Bandaríski kylfingurinn, sem hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum sagði eftir fyrsta æfingahringinn að karginn utan brautar væri gríðarlega erfiður á vellinum og á nokkrum stöðum væri ekki hægt að leika boltanum úr slíkri stöðu. 16.7.2012 10:45
Real Madrid og Tottenham nálgast samkomulag um Modric Spænska meistaraliðið Real Madrid og króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric er skrefi nær því að leikmaðurinn gangi í raðir félagsins frá Tottenham á Englandi. Daily Mail greinir frá því að Tottenham muni fá allt að 30 milljónir punda fyrir leikmanninn eða sem nemur um 6 milljörðum ísl. kr. Hinn 26 ára gamli miðvallarleikmaður hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi og PSG í Frakklandi. 16.7.2012 10:00
Liverpool ætlar ekki að lána Carroll til Newcastle Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool ætla ekki að taka tilboði Newcastle í enska landsliðsframherjann Andy Carroll. Newcastle hafði áhuga á að fá fyrrum leikmann liðsins að láni út næstu leiktíð og taka þátt í því að greiða laun leikmannsins sem er með um 16 milljónir kr. í laun á viku eða 80.000 pund. 16.7.2012 09:15
Johnson tryggði sér sigur eftir bráðabana Bandaríski kylfingurinn Zach Johnson fagnaði sigri á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Johnnson hafði betur gegn landa sínum Troy Matteson í bráðabana en þeir voru báðir 20 höggum undir pari að loknum 72 holum. 16.7.2012 09:00
Guðmundur: Óli hefur ekki verið svona góður í tíu ár Guðmundur Guðmundsson hrósar landsliðsfyrirliðanum Ólafi Stefánssyni í hástert. Ólafur er í ótrúlegu formi og skoraði tíu mörk í ellefu skotum gegn Túnis í gær. Hreiðar Levý Guðmundsson sneri þá töpuðum leik við með hreint út sagt magnaðri markvörslu á síðustu fimmtán mínútum leiksins. 16.7.2012 07:30
Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. 16.7.2012 06:45
Enginn yfirburðamaður á Íslandi Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segir jákvæða þróun vera í íslenska golfinu. Það sé ekki lengur einn yfirburðamaður á landinu og breiddin sé orðin það mikil að menn þurfi að vera á tánum til þess að fá sæti í landsliðinu. 16.7.2012 06:00
Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiðimaður fékk fjóra stórlaxa í Bíldsfellinu. Annar missti fótana og fór á flot en náði að koma sér í land enda í flotvesti. 16.7.2012 21:20
Náði 101 sentímetra hæng á fimmuna Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund. 16.7.2012 11:24