Sport

Allir verðlaunahafar í London fara í lyfjapróf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ben Johnson (t.h.) fagnar gullverðlaunum í 100 metra hlaupi á leikunum í Seoul 1988. Hann féll síðar á lyfjaprófi og gullverðlaunin fór til Carl Lewis (t.v.).
Ben Johnson (t.h.) fagnar gullverðlaunum í 100 metra hlaupi á leikunum í Seoul 1988. Hann féll síðar á lyfjaprófi og gullverðlaunin fór til Carl Lewis (t.v.). Nordicphotos/Getty
Lyfjaeftirlitið á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í London í sumar verður það mesta í sögu leikanna. Helmingur allra keppenda verður prófaður en 150 vísindamenn munu framkvæma um 6000 lyfjapróf. BBC greinir frá þessu.

Rúmlega 1000 manns munu koma að lyfjaprófuninni og verða um 400 sýni tekinn á dag þar sem leitað verður að um 240 lyfjum sem eru á bannlista. Auk reglubundna lyfjaprófa verða allir verðlaunahafar á leikunum sendir í próf.

Marlon Devonish, gullverðlaunahafi Breta í 4x100 metra hlaupi í Aþenu 2004, er einn talsmanna herferðar gegn lyfjanotkun á leikunum.

„Að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum er besta mögulega tilfinning fyrir íþróttamann. Það er svo mikilvægt að allir sem standa á verðlaunapallinum hafi komist þangað vegna vinnusemi sinnar en ekki með aðstoð lyfja," er haft eftir Devonish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×