Fótbolti

Elfar Freyr í leit að nýju liði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / www.aekfc.gr
Miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason hefur lagt inn uppsögn á samningi sínum hjá AEK Aþenu í Grikklandi. Kappinn leitar nú að nýju liði erlendis. Umboðsmannaskrifstofa Elfars Freys staðfestir þetta á Twitter í dag.

Elfar Freyr hefur verið á mála hjá gríska liðinu í rétt um ár. Tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá Elfari. Til að bæta gráu ofan á svart á félagið í miklum fjárhagsvandræðum og eiga leikmenn félagsins laun inni hjá félögunum.

Elfar Freyr skrifaði skemmtilega færslu á Twitter-síðu sína í dag.

„Kærastan mín: 'hvenær veistu í hvaða lið þú verður látinn fara ?' ‪#eðlilegt‬ ‪#ParturAfAtburðarrásinni"

Varnarmaðurinn sagði í samtali við Vísi í síðasta mánuði að mikill óvissa væri varðandi stöðu hans hjá gríska liðinu. Honum hefði verið neitað að fara á lán til félaga á Norðurlöndum auk þess sem óvíst væri hvenær leikmenn liðsins ættu að mæta til æfinga.

„Það var ekki þjálfarinn sem vildi fá mig heldur meðlimir í stjórninni," sagði Elfar Freyr í samtali við Vísi á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×