Fleiri fréttir

Roger Milla rekinn úr stöðu heiðursforseta

Roger Milla, stjarna Kamerún á HM á Ítalíu 1990 og elsta leikmaðurinn sem hefur skoraði í úrslitakeppni HM í fótbolta, er ekki lengur heiðursforeti knattspyrnusambands Kamerún. Hann hefur verið rekinn eftir að hafa gagnrýnt forráðamenn sambandsins harkalega í þó nokkurn tíma.

Cristiano Ronaldo: Mourinho er betri en Sir Alex

Cristiano Ronaldo heldur því fram að Jose Mourinho sé besti þjálfarinn í heimi. Ronaldo hefur farið lofsamlegum orðum um Mourinho eftir að Real Madrid endaði þriggja ára sigurgöngu Barcelona í spænsku deildinni.

Fyrsti sigur 18 ára stelpnanna í fimm ár - spila um bronsið

Íslenska 18 ára landslið kvenna vann langþráðan sigur á Norðurlandamótinu í morgun þegar stelpurnar unnu fimmtán stiga sigur á Norðumönnum, 66-51. Þetta er fyrsti sigur 18 ára kvennaliðs Íslands á NM síðan árið 2007.

Brendan Rodgers hafnaði Liverpool

Brendan Rodgers, stjóri Swansea City, hefur ekki áhuga á því að taka við Liverpool en Guardian segir frá því að Rodgers hafi hafnað viðtali við forráðamenn Liverpool. Rodgers kom til greina sem næsti stjóri Liverpool líkt og þeir Pep Guardiola, Fabio Capello, Roberto Martínez og André Villas-Boas.

Strákarnir spila um gullið - fóru illa með Norðmenn

Íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta er að gera góða hluti á Norðurlandamótinu í körfubolta í Solna í Svíþjóð en þeir eru búnir að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum eftir 41 stigs sigur á Norðmönnum, 83-42. Strákarnir höfðu áður unnið Dani og Svía á mótinu.

Capello sækist eftir stjórastólnum hjá Chelsea

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er að leita sér að starfi í ensku úrvalsdeildinni og hefur nú gefið það út að hann vilji helst fá tækifæri til að stýra liði Chelsea. Þetta kemur fram í Guardian sem hefur heimildir fyrir því að Capello hafi látið forráðamenn Chelsea vita af áhuga sínum.

NBA: Góður afmælisdagur hjá Parker - 16. sigur San Antonio í röð

Tony Parker hélt upp á þrítugsafmælið með því að skora 22 stig og hjálpa sínum mönnum í San Antonio Spurs að vinna Los Angeles Clippers með 17 stiga mun, 105-88, og ná 2-0 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

NBA: Útlitið svart hjá Miami eftir skell á móti Indiana

Indiana Pacers er komið í 2-1 á móti Miami Heat eftir öruggan 94-75 sigur í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í Indianapolis í nótt. Indiana hefur þar með unnið tvo leiki í röð og útliðið er orðið svart hjá Miami-liðinu.

Saman með 16 mörk

Haukar komust í sögubækurnar þegar að liðið vann sannkallaðan stórsigur á Snæfelli í 2. umferð bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld, 31-0. Tveir leikmenn skoruðu meira en helming allra marka í leiknum.

Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn

Mörg lið ætla að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna ef marka má úrslitin í 1. umferð. Íslandsmeistarnir og bikarmeistararnir töpuðu báðir sínum fyrsta leik sem hefur aldrei gerst áður.

Van Persie tregur til að skrifa undir nýjan samning

Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Robin van Persie ætli ekki að skrifa undir nýjan samning við Arsenal á næstunni. Hann ætli að bíða og sjá hvaða möguleikar standa honum til boða í sumar.

Þjálfari Rúnars Kárasonar rekinn

Rúnar Kárason fær senn nýjan þjálfara hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Bergischer HC þar sem að HaDe Schmitz hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum.

Diarra verður áfram hjá Fulham

Miðvallarleikmaðurinn Mahamadou Diarra verður áfram í herbúðum Fulham í eitt ár til viðbótar. Hann kom við sögu í alls ellefu leikjum með liðinu á nýliðnu tímabili.

Solskjær efstur á óskalista Aston Villa

Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær þyki nú líklegastur til að taka við starfi knattspyrnustjóra hjá Aston Villa.

Geta unnið Usain Bolt ilm með góðum árangri á Mótaröð FRÍ

Mótaröð FRÍ hefst á laugardaginn með keppni á Vormóti HSK á Selfossvelli en Mótaröð FRÍ er röð opinna frjálsíþróttamóta þar sem fremstu frjálsíþróttamenn landsins verða í eldlínunni og keppa jafnframt í stigakeppni eins og þekkist á Demantamótaröðinni hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu.

Liverpool í viðræður við Martinez

Dave Whelan, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan, hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Roberto Martinez hafi fengið leyfi til að ræða við Liverpool.

Robert Huth: Bayern vinnur Chelsea 3-1

Þjóðverjinn Robert Huth, varnarmaður Stoke, var fenginn til þess að spá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Bayern München og Chelsea sem fram fer í München á laugardaginn.

Miði á Mónakókappaksturinn kostar formúgu

Það er draumur allra kappakstursökuþóra að keppa í Formúlu 1 kappaktrinum í Mónakó. Að sama skapi er það draumur allra kappakstursáhugamanna að fylgjast með Formúlu 1 kappakstri í Mónakó, ef ekki af lystisnekkju í höfninni, þá af svölum í einni af íbúðunum umhverfis brautina.

Lyon vann Meistaradeildina annað árið í röð

Franska félagið Olympique Lyonnais tryggði sér sigur í Meistaradeild kvenna í fótbolta í kvöld með því að vinna 1. FFC Frankfurt 2-0 í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í München. Bæði mörk franska liðsins komu í fyrri hálfleiknum.

Marcelo Lippi farinn að þjálfa í Kína

Ítalinn Marcello Lippi hefur tekið við þjálfun kínverska liðsins Guangzhou Evergrande og hefur þegar sett stefnuna á það að liðið spili "ítalskan" leikstíl. Lippi er frægastur fyrir að gera Ítala að heimsmeisturum árið 2006 en hann gerði samning við kínverska liðsins til ársins 2014.

Benedikt Reynir til liðs við Aftureldingu

Mosfellingar hafa fengið liðsstyrk fyrir næsta tímabil í N1-deild karla en Benedikt Reynir Kristinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu.

Larry Bird náði einstakri þrennu

Larry Bird, forseti Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta, var í gær valinn besti framkvæmdastjóri deildarinnar, NBA's Executive of the Year, og náði því einstakri þrennu.

Ari Freyr skoraði í útisigri Sundsvall

Ari Freyr Skúlason fagnaði landsliðssætinu með því að skora seinna marka GIF Sundsvall í 2-1 útisigri á GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. IKF Gautaborg gerði á sama tíma 1-1 jafntefli á útivelli.

Wilshere þarf að fara í enn eina aðgerðina - núna á hné

Það ætlar að ganga skelfilega hjá Jack Wilshere að snúa aftur inn á knattspyrnuvöllinn því strákurinn hefur enn á ný fengið slæmar fréttir í endurhæfingu sinni. Wilshere missti af öllu tímabilinu vegna ökklameiðsla en nú er að hann að glíma við meiðsli í hné.

Alan Hansen: Dalglish verður niðurbrotinn maður

Alan Hansen, fyrrum liðsfélagi Kenny Dalglish og góður vinur þessa fyrrum stjóra Liverpool, telur að það muni hafa mikil áhrif á hinn 61 árs gamla Dalglish að hann hafi þurft að taka pokanna sinn í gær. Eigendur Liverpool ákváðu að reka Dalglish þrátt fyrir að hann ætti enn eftir tvö ár af samningi sínum.

Sögusagnir í Þýskalandi: Guðmundur að hætta með Löwen

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands og þjálfari Rhein-Neckar Löwen, gæti verið að stýra þýska liðinu í síðasta skipti í tveimur síðustu umferðum þýsku úrvalsdeildarinnar ef marka má fréttir frá Handball-planet.com. Handboltasíðan segir að Velimir Petkovic, þjálfari Göppingen, gæti verið á leið til Löwen.

Michael Owen fær ekki nýjan samning hjá Manchester United

Michael Owen hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United en hann tilkynnti það á twitter-síðu sinni í dag að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi sagt honum á þriðjudaginn að Owen fengi ekki nýjan samning.

Leitin að nýjum stjóra Liverpool á byrjunarstigi

Eigendur Liverpool ráku í gær Kenny Dalglish en eiga enn langt í land að finna næsta knattspyrnustjóra félagsins. Stjórnarformaðurinn Tom Werner og aðaleigandinn John W Henry eru byrjaðir að leita að fjórða stjóra Liverpool á tveimur árum og margir koma enn til greina samkvæmt frétt BBC.

NBA í nótt: Oklahoma City komið í 2-0 á móti Lakers - Boston vann

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Oklahoma City Thunder er komið í 2-0 á móti Los Angeles Lakers í einvígi liðanna í Vesturdeildinnni eftir 77-75 heimasigur og Boston Celtics komst í 2-1 á móti Philadelphia 76ers eftir öruggan 107-91 útisigur.

Íslenska markametið féll á jöfnu

Íslenskir leikmenn skoruðu sextán mörk á nýloknu tímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og jöfnuðu þar með tíu ára markamet íslenskra leikmanna í bestu deild í heimi. Heiðar Helguson og Gylfi Þór Sigurðsson fóru á kostum með nýliðunum og skoruðu báði

Elfar Árni: Vil halda áfram að skora mörk fyrir Blika

Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði sigurmark Blika gegn Val í fyrrakvöld og tryggði þeim grænu þar með fyrsta sigur tímabilsins. Mark Elfars Árna var einnig fyrsta mark Blika á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir