Veiðibúðir á Grænlandi opna í júlí Svavar Hávarðsson skrifar 17. maí 2012 23:52 Náttúra Grænlands á sér engan samanburð og spurt er: hver vill ekki egna fyrir bleikju í þessu umhverfi? Lax-á stefnir að því að opna glæsilegar veiðibúðir sínar á Grænlandi þann 18. júlí. Á heimasíðu veiðifélagsins kemur fram að á dögunum fóru nokkrir gámar af nauðsynjum á leið til Grænlands frá Íslandi og aðrir fjórir á leiðinni frá Eistlandi til Quaqartoq í Suður - Grænlandi. Uppbyggingin er á eftir upphaflegri áætlun en nú hillir undir að glæsileg aðstaða rísi og gefi veiðimönnum tækifæri til að upplifa Grænland og veiði í þessu fallega landi á nýjan hátt. Búðirnar munu saman standa af 16 húsum, af þeim eru eitt baðhús með heitu og köldu vatni, salernisaðstaða og sturtur og mataraðstaða undir þaki. Veiðibúðirnar verða staðsettar í villtri náttúru Grænlands og á besta stað fyrir bæði hreindýra og bleikjuveiði. Margar ár og dalir eru í nágrenni veiðibúðanna en bleikjurnar í Grænlandi geta farið í 10 pundin en algengast er að þær séu frá 2-7 pund að stærð. Veitt er að vild og ráða menn því hvort þeir taka með sér aflan eða sleppa en sagan segir að varla sé hægt að fá betri fisk á grillið á kvöldin en grænlenska bleikju. Veiðibúðirnar verða þær einu á Grænlandi og eru staðsettar nálægt bleikjuveiðiá þar sem veiðimenn geta skroppið á kvöldin og náð sér í eina bleikju til að skella á grillið eða njóta óspilltri nátturunni allt í kring. Búðirnar eru hannaðar með það í huga að gestir og veiðimenn geta notið þess að vera í óbyggðum Grænlands. Ekki er um að ræða fyrsta flokks lúxus heldur búðir sem munu sjá gestum fyrir öllum nauðsynjum í veiðiferðum; þægilegt rúm, útisturtur og salerni. Stangveiði Mest lesið 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði
Lax-á stefnir að því að opna glæsilegar veiðibúðir sínar á Grænlandi þann 18. júlí. Á heimasíðu veiðifélagsins kemur fram að á dögunum fóru nokkrir gámar af nauðsynjum á leið til Grænlands frá Íslandi og aðrir fjórir á leiðinni frá Eistlandi til Quaqartoq í Suður - Grænlandi. Uppbyggingin er á eftir upphaflegri áætlun en nú hillir undir að glæsileg aðstaða rísi og gefi veiðimönnum tækifæri til að upplifa Grænland og veiði í þessu fallega landi á nýjan hátt. Búðirnar munu saman standa af 16 húsum, af þeim eru eitt baðhús með heitu og köldu vatni, salernisaðstaða og sturtur og mataraðstaða undir þaki. Veiðibúðirnar verða staðsettar í villtri náttúru Grænlands og á besta stað fyrir bæði hreindýra og bleikjuveiði. Margar ár og dalir eru í nágrenni veiðibúðanna en bleikjurnar í Grænlandi geta farið í 10 pundin en algengast er að þær séu frá 2-7 pund að stærð. Veitt er að vild og ráða menn því hvort þeir taka með sér aflan eða sleppa en sagan segir að varla sé hægt að fá betri fisk á grillið á kvöldin en grænlenska bleikju. Veiðibúðirnar verða þær einu á Grænlandi og eru staðsettar nálægt bleikjuveiðiá þar sem veiðimenn geta skroppið á kvöldin og náð sér í eina bleikju til að skella á grillið eða njóta óspilltri nátturunni allt í kring. Búðirnar eru hannaðar með það í huga að gestir og veiðimenn geta notið þess að vera í óbyggðum Grænlands. Ekki er um að ræða fyrsta flokks lúxus heldur búðir sem munu sjá gestum fyrir öllum nauðsynjum í veiðiferðum; þægilegt rúm, útisturtur og salerni.
Stangveiði Mest lesið 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði