Handbolti

Þjálfari Rúnars Kárasonar rekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rúnar Kárason fær senn nýjan þjálfara hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Bergischer HC þar sem að HaDe Schmitz hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum.

Ákvörðunin var tekin eftir Bergischer tapaði fyrir Flensburg með sautján marka mun, 37-20, um helgina. Liðið er nú í næstneðsta sæti deildarinnar og er fjórum stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.

Sebastian Hinze, yfirþjálfari í yngri flokkum, og Kristoffer Kleven Moen, leikmaður liðsins, munu stýra liðinu í síðustu þremur deildarleikjum liðsins þar sem þess verður frestað að bjarga því frá falli.

Liðið mætir Hüttenberg um helgina og svo Balingen og Rhein-Neckar Löwen í lokaumferðunum. Leikurinn gegn Hüttenberg, sem er í næsta sæti fyrir ofan Bergischer, er gríðarlega mikilvægur en ljóst er að mikið þarf að ganga upp til að forða liðinu frá falli.

Bergischer kom upp úr þýsku B-deildinni í fyrra og fór ágætlega af stað í haust. Síðan þá hefur liðinu fatast flugið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×