Handbolti

Alfreð: Slekk á símanum í 3-4 vikur og sinni garðinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel í Þýskalandi, segir að það sé mikilvægt að hvílast vel þegar tækifæri gefst til að forðast það að brenna út í starfinu.

Alfreð hefur náð frábærum árangri með Kiel. Liðið hefur þegar tryggt sér sigur í þýsku úrvalsdeildinni sem og bikarkeppninni og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Kiel hefur unnið alla deildarleiki sína í vetur og keppir Alfreð að því að verða fyrsti þjálfarinn frá upphafi til að fara í gegnum heilt tímabil í Þýskalandi með 100 prósenta árangur. Þar að auki undirbýr hann lið sitt af kappi fyrir úrslitahelgina í Meistaradeildina sem fer fram í Köln síðar í mánuðinum.

„Ég er alltaf algerlega búinn á því þegar að tímabilið klárast," sagði Alfreð á ráðstefnu um íþróttasálfræði í Þýskalandi. „Þegar svo mikið er um að vera gefur maður sér aldrei tíma til að njóta neins."

Alfreð hefur nýtt frítímann sinn vel og vill þá helst fá að vera í friði í heimili sínu í Þýskalandi. „Þá slekk ég á gemsanum í 3-4 vikur og sinni garðvinnu á meðan. Það hleður rafhlöðurnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×