Fleiri fréttir

Bullock og Benedikt stóðu sig best í seinni hlutanum

J'Nathan Bullock leikmaður Grindavíkur og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór úr Þorlákshöfn voru kosnir bestir í seinni hluta Iceland Express deildar karla í körfubolta en tilkynnt var um valið á blaðamannafundi fyrir komandi úrslitakeppni karla. Það er sérstök valnefnd á vegum KKÍ sem kýs.

Zlatan: Barcelona er meira en Messi

Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, getur ekki neitað því að hann bíði spenntur eftir því að mæta sínum gömlu mótherjum í Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Hoddle til í að stýra enska landsliðinu á EM

Glenn Hoddle hefur óvænt stigið fram á sjónvarsviðið og boðið sig fram til þess að stýra enska landsliðinu á EM í sumar. Hann hefur ekki verið í umræðunni hingað til og eflaust margir hissa á því að hann stígi nú fram.

Tiger kominn í sjötta sætið á heimslistanum

Sigur Tiger Woods á Arnold Palmer-mótinu gaf honum mikið sjálfstraust og ekki bara það því hann er nú kominn upp í sjötta sætið á heimslistanum. Hann fór upp um tólf sæti á listanum með sigrinum.

Bayern vill fá Huntelaar

Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur verið sjóðheitur í búningi Schalke í vetur og skorað 40 mörk í 39 leikjum. Það er því eðlilega mikill áhugi á honum frá öðrum liðum.

Smalling: Megum ekki misstíga okkur

Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, segir að það myndi svíða í heilt ár ef United tekst ekki að landa enska meistaratitlinum í maí. United getur náð þriggja stiga forskoti á toppnum í kvöld ef það leggur fyrrum félaga Smalling í Fulham.

Cech óttast ekki það fari eins fyrir Chelsea og Liverpool

Chelsea er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð og stendur þar höllum fæti sem stendur. Petr Cech, markvörður Chelsea, segir að árið verði glatað takist liðinu ekki að ná Meistaradeildarsæti.

Á að veiða eða sleppa

Á að veiða og sleppa eða á að sleppa því að sleppa? Þórólfur Antonsson tók saman langtímagögn úr 3 Vopnfirskum ám til að leita orsaka mismunandi veiði í þeim. Meðal ályktana sem hann dregur af þeirri samantekt er að mögulega sé til ákveðinn kjörfjöldi af hrygningar-fiski og því geti verið til óþurftar að sleppa fiski í góðum árum. Þessa frétt fengum við frá SVAK.

Veiðin í Elliðavatni hefst 19.apríl

Veiði í Elliðavatni mun hefjast á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Ákvörðun um þetta liggur fyrir hjá Veiðifélagi Elliðavatns. Veiðileyfi í Elliðavatn verða til sölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, bæði á skrifstofu félagsins og eins í vefsölunni á heimasíðu SVFR.

Öll mörk helgarinnar í enska boltanum á Vísi

Helgin var lífleg í enska boltanum þar sem Liverpool tapaði meðal annars fyrir Wigan og Peter Crouch skoraði líklega fallegasta mark tímabilsins í jafntefli Stoke og Man. City.

Ferguson: Rio á mörg ár eftir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé ekki rétt að hann ætli sér að skipta Rio Ferdinand út á næstunni. Ferguson segir að Rio eigi enn eftir mörg ár í búningi United.

Platt: Snýst ekki um Mancini og Ferguson

Margir hafa stillt upp baráttu Man. Utd og Man. City um enska meistaratitilinn sem einvígi stjóranna, Sir Alex Ferguson og Roberto Mancini. Þar þykir Ferguson vera að skáka Ítalanum. Mancini var ekkert sérstaklega hress eftir jafnteflið gegn Stoke. Neitaði að taka í höndina á Tony Pulis, stjóra Stoke, og lét ekki sjá sig á blaðamannafundi eftir leikinn.

Oklahoma skellti Miami | Atlanta vann fjórframlengdan leik

Strákarnir í Oklahoma sendu út sterk skilaboð í nótt er þeir unnu sannfærandi sigur á Miami í stórleik næturinnar í NBA-deildinni. Kevin Durant stigahæstur með 28 stig. Dwyane Wade stigahæstur hjá Miami með 22 stig.

Palmer gat ekki afhent Tiger Woods verðlaunin vegna veikinda

Arnold Palmer, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, gat ekki afhent Tiger Woods sigurverðlaunin á Arnold Palmer meistaramótinu sem lauk í gær vegna veikinda. Palmer, sem er 82 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús þegar lokahringurinn fór fram en hann glímir við of háann blóðþrýsting.

Háspenna þegar ÍA lagði Skallagrím á Skaganum

Skagamenn höfðu betur í spennuleik gegn grönnum sínum úr Borgarnesi á Jaðarsbökkum á Skaganum í kvöld 89-84. Oddaleik þarf í einvígi liðanna um sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Snæfell lagði Njarðvík í spennuleik í Hólminum

Snæfellskonur jöfnuðu metin í viðureign sinni gegn Njarðvík í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í Hólminum í kvöld. Heimakonur unnu tveggja stiga sigur, 85-83, í miklum spennuleik.

Myndaveisla frá sigri Íslands á Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik rúllaði yfir Sviss í undankeppni Evrópumótsins í Vodafone-höllinni í dag. Lokatölurnar urðu 31-16 og íslenska liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni í Hollandi.

Meistaradeildardraumur Malaga í augsýn

Malaga styrkti stöðu í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri, 1-2 á Espanyol nú fyrr í dag. Espanyol komst yfir í leiknum með marki frá Philippe Coutinho en hollenska markamaskínan Ruud van Nistelrooy jafnaði leikinn á 75. mínútu. Það var svo aðeins tveimur mínútum síðar sem varnarmaðurinn Martin Demichelis tryggði sínum mönnum stigin þrjú.

Karthikeyan biður Button og Vettel afsökunar

Indverski ökuþórinn Narain Karthikeyan hjá HRT liðinu hefur beðið þá Jenson Button og Sebastian Vettel afsökunar á óhöppunum sem hann átti þátt í í Malasíska kappakstrinum.

Fékk hjartaáfall í miðjum leik og lét lífið

Vigor Bovalenta 37 ára, blakspilari frá Ítalíu lést í gær vegna hjartaáfalls sem hann fékk í miðjum keppnisleik. Björgunaraðgerðir hófust samstundis en höfðu ekki árangur sem erfiði og var Bovalenta úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi stuttu síðar.

Sara Björk og Þóra meistarar meistaranna

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björk Helgadóttir léku allan leikinn með liði Malmö sem sigraði Kopparbergs/Göteborgs í Ofurbikarnum í Svíþjóð í dag.

Ajax skaust í annað sætið með sigri á PSV

Ajax Amsterdam lagði PSV Eindhoven að velli 2-0 í stórleik dagsins í hollensku knattspyrnunni. Liðið er aðeins stigi á eftir AZ Alkmaar í öðru sæti deildarinnar.

Ísland verður að vinna alla leikina

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni Evrópumótsins. Þetta varð ljóst eftir að Úkraína lagði Spán á útivelli í dag 28-27.

Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi

Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm var óánægður með leik sinna manna við Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss fóru fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson.

Rauð spjöld og markaveisla í sigri Rangers á Celtic

Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós.

Mancini neitaði að taka í höndina á Tony Pulis

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var allt annað en sáttur að loknu jafntefli liðsins gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Mancini neitaði að taka í hönd Tony Pulis, stjóra Stoke, að leik loknum.

Jón Arnór hafði betur gegn Hauki Helga

CAI Zaragoza, lið Jóns Arnórs Stefánssonar, vann eins stigs sigur á Assignia Manresa, liði Hauks Helga Pálssonar, 72-71 í spænska körfuboltanum í dag.

Alonso vann í Malasíu á undan Perez

Fernando Alonso á Ferrari vann kappaksturinn í regnríkinu Malasíu. Mótið var ræst í hellidembu og var stöðvað níu hringjum síðar vegna vatnsflaumsins á brautinni.

Dallas lagði Houston í spennuleik

Meistarar Dallas Mavericks voru fljótir að jafna sig á tapinu gegn San Antonio í fyrrinótt og lögðu granna sína í Houston Rockets eftir framlengingu í nótt, 101-99.

Gamalt deilumál í deiglunni

Þetta kemur upp á hverju ári...vori/síðvetri. Stórurriðaveiðar í net eða á stöng fyrir stangaveiðitíma í Þingvallavatni og hvaða áherslur eru eiginlega í gangi við ræktun og nýtingu þessa frábæra fisks?

Sjá næstu 50 fréttir