Karthikeyan biður Button og Vettel afsökunar Birgir Þór Harðarson skrifar 25. mars 2012 20:30 Karthikeyan er ekki ánægður með framgöngu forystusauða í Formúlu 1 en baðst þó afsökunar á óhöppunum í morgun. nordicphotos/afp Indverski ökuþórinn Narain Karthikeyan hjá HRT liðinu hefur beðið þá Jenson Button og Sebastian Vettel afsökunar á óhöppunum sem hann átti þátt í í Malasíska kappakstrinum. Karthikeyan komst upp í 10 sæti áður en keppninni var frestað fyrir aftan öryggisbílinn vegna gríðarlegrar rigningar. Þegar mótið var endurræst tóku þeir hver eftir annan fram úr Indverjanum sem endaði mótið næst síðastur í 21. sæti. Þegar Button ætlaði framúr Karhikeyan fór hann aðeins utan í HRT bílinn og braut framvænginn á McLaren bílnum. Button átti erfitt uppdráttar það sem erftir var í kappakstrinum og endaði í 14. sæti. Undir lok mótsins reyndi Sebastian Vettel að hringa Indverjann en endaði á því að fara utan í framvænginn á HRT bílnum og sprengja afturdekk hjá sér. Karhikeyan var dæmdur brotlegur fyrir það slys. Jenson Button hefur sjálfur lýst ábyrgð á óhappi sínu og Karhikeyan sem er þó ekki nógu ánægður með framgöngu forystumannanna þegar þeir hringa hægari bíla. "Þegar forystumennirnir reyna að hringa þig," sagði Karthikeyan eftir mótið, "reyna þeir að ýta þér út af aksturslínunni og eyðileggja fyrir þér." Formúla Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Indverski ökuþórinn Narain Karthikeyan hjá HRT liðinu hefur beðið þá Jenson Button og Sebastian Vettel afsökunar á óhöppunum sem hann átti þátt í í Malasíska kappakstrinum. Karthikeyan komst upp í 10 sæti áður en keppninni var frestað fyrir aftan öryggisbílinn vegna gríðarlegrar rigningar. Þegar mótið var endurræst tóku þeir hver eftir annan fram úr Indverjanum sem endaði mótið næst síðastur í 21. sæti. Þegar Button ætlaði framúr Karhikeyan fór hann aðeins utan í HRT bílinn og braut framvænginn á McLaren bílnum. Button átti erfitt uppdráttar það sem erftir var í kappakstrinum og endaði í 14. sæti. Undir lok mótsins reyndi Sebastian Vettel að hringa Indverjann en endaði á því að fara utan í framvænginn á HRT bílnum og sprengja afturdekk hjá sér. Karhikeyan var dæmdur brotlegur fyrir það slys. Jenson Button hefur sjálfur lýst ábyrgð á óhappi sínu og Karhikeyan sem er þó ekki nógu ánægður með framgöngu forystumannanna þegar þeir hringa hægari bíla. "Þegar forystumennirnir reyna að hringa þig," sagði Karthikeyan eftir mótið, "reyna þeir að ýta þér út af aksturslínunni og eyðileggja fyrir þér."
Formúla Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira